Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 08. ágúst 2022 19:14
Brynjar Ingi Erluson
Annar argentínskur landsliðsmaður á leið til Man Utd?
Guido Rodriguez í leik með argentínska landsliðinu
Guido Rodriguez í leik með argentínska landsliðinu
Mynd: EPA
Manchester United er í viðræðum við Real Betis um argentínska landsliðsmanninn Guido Rodriguez. Spænski miðillinn AS greinir frá.

United festi kaup á argentínska varnarmanninum Lisandro Martínez frá AJax í sumar en nú gæti félagi hans í landsliðinu verið á leið til félagsins.

Samkvæmt AS er United í viðræðum við spænska félagið Real Betis um kaup á Guido Rodriguez.

Rodriguez er 28 ára gamall og spilar sem djúpur miðjumaður en hann hefur verið á mála hjá Betis síðustu þrjú ár.

Betis vill fá um það bil 17 milljónir punda fyrir Rodriguez.

Þessi öflugi miðjumaður á 24 landsleiki og 1 mark fyrir argentínska landsliðið en hann lék 32 deildarleiki fyrir Betis á síðustu leiktíð er liðið varð spænskur meistari.

United hefur aðeins keypt þrjá leikmenn í sumar en auk Martínez hefur félagið fengið Christian Eriksen og Tyrell Malacia.
Athugasemdir
banner
banner
banner