Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 08. ágúst 2022 17:56
Brynjar Ingi Erluson
Ítalski bikarinn: Albert skoraði tvö en fékk ekki að taka víti til að fullkomna þrennuna
Albert Guðmundsson gerði tvennu
Albert Guðmundsson gerði tvennu
Mynd: EPA
Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson skoraði tvö mörk fyrir Genoa sem vann Benevento, 3-2, í ítalska bikarnum í dag.

Þetta var fyrsti leikur tímabilsins hjá Alberti og félögum hans í Genoa en hann var ekki lengi að koma sér í gang.

Hann skoraði tvö mörk eftir sendingu frá Massimo Coda. Fyrra markið kom á 35. mínútu áður en hann gerði annað undir lok hálfleiksins.

Pólski varnarmaðurinn Kamil Glik minnkaði muninn fyrir Benevento stuttu síðar. Á 64. mínútu leiksins fékk Genoa vítaspyrnu og átti Albert þar möguleika á að fullkomna þrennuna en hann fór ekki á punktinn.

Coda tók vítið og skoraði örugglega. Albert var síðan skipt af velli átta mínútum síðar. Benevento náði inn einu marki áður en flautað var til leiksloka. Lokatölur 3-2 fyrir Genoa sem er komið áfram í 32-liða úrslit.
Athugasemdir
banner
banner
banner