Leik Íslands og Lúxemborgar í undankeppni EM var rétt í þessu að ljúka. Lokatölur urðu 3-1 fyrir heimamenn sem eru nú sjö stigum á undan Íslandi í riðlinum þegar undankeppnin er hálfnuð.
Hér má sjá einkunnir leikmanna íslenska liðsins fyrir frammistöður þeirra í leiknum. Þetta var ömurlegt.
Hér má sjá einkunnir leikmanna íslenska liðsins fyrir frammistöður þeirra í leiknum. Þetta var ömurlegt.
Lestu um leikinn: Lúxemborg 3 - 1 Ísland
Rúnar Alex Rúnarsson - 3
Býður upp á að hægt sé að dæma víti með því að setja hendur á leikmann Lúxemborgar. Ekkert mesta brot í heimi en afar heimskulegt, Hörður var búinn að að koma sér í stöðu til að hreinsa boltann í burtu. Léleg samskipti?
Valgeir Lunddal Friðriksson - 4
Bjó einu sinni til vesen með slæmri ákvörðun í öftustu línu en það slapp á endanum. Sást ekki mikið fara upp kantinn sem eru vonbrigði.
Guðlaugur Victor Pálsson - 3
Eins og öll ljós hafi slokknað í öðru markinu, fær á sig pressu, á lélega sendingu og heimamenn keyra í gegn og skora. Fram að því var hann ekki sannfærandi.
Hörður Björgvin Magnússon - 1
Algjör martröð, hauskúpu fyrri hálfleikur; afskaplega ósannfærandi þegar Lúxemborg fékk vítið, fór ekki í hreinsunina. Fékk heimskulegt gult spjald í fyrri hálfleik og var svo vikið af velli í seinni hálfleik. Setti tóninn með stuttri sendingu beint út af snemma leiks.
Kolbeinn Finnsson - 4
Fyrsti keppnisleikurinn með landsliðinu. Átti rispur upp kantinn í fyrri hálfleik en þær hefðu mátt vera fleiri því vinstri fóturinn á Kolbeini getur svo sannarlega skapað.
Jóhann Berg Guðmundsson - 4
Mikil gæði með boltann en var einhvern veginn ekki nógu mikið í því að vera með boltann og brjóta upp. Var oft í hlutverki öryggisnets fyrir framan vörnina frekar en að vera ofar.
Arnór Ingvi Traustason - 3
Sást varla í leiknum. Hefur verið sjóðandi heitur með félagsliði sínu og það eru mikil vonbrigði að hann náði ekki að koma sér meira í boltann.
Jón Dagur Þorsteinsson - 5 Besti maður Íslands (Af velli á 78')
Reyndi og reyndi og reyndi. Sýndi líka hjarta og var með dólg sem gerði eitthvað fyrir mann í þrotinu sem þessi leikur var.
Hákon Arnar Haraldsson - 5
Klókur að lesa hvar seinni boltarnir voru að falla; leikskilningurinn mikill. Atvikin voru þó ekki að gerast nógu framarlega á vellinum til að skapa dauðafæri, eða allt þar til skammt var til leiksloka og Hákon minnkaði muninn í 2-1. Laglegt mark sem því miður taldi ekkert.
Sævar Atli Magnússon - 4 (Af velli í hálfleik)
Var úti hægra megin í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í keppnislandsleik. Var ekki mjög áberandi í fyrri hálfleiknum og var tekinn af velli í hálfleik.
Alfreð Finnbogason - 4 (Af velli á 78')
Fékk færi sem var ágætlega tekið en markvörður heimamanna sá við honum. Á að fá fleiri færi á móti andstæðingi eins og Lúxemborg, sérstaklega þegar uppspil andstæðinganna er svona lélegt.
Varamenn:
(Inn á 46') Orri Steinn Óskarsson - 4
Kom af nokkrum krafti inn í sinn fyrsta landsleik en fjaraði undan honum þegar leikurinn fjaraði út. Býr yfir þeim gæðum að snertingarnar eiga að vera betri en þær voru.
(Inn á 78') Ísak Bergmann Jóhannesson - spilaði ekki nóg til að fá einkunn
Lagði upp íslenska markið en missti svo boltann í þriðja marki heimamanna.
(Inn á 78') Mikael Anderson - spilaði ekki nóg til að fá einkunn
Athugasemdir


