Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
   sun 08. september 2024 17:03
Daníel Smári Magnússon
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Lengjudeildin
Siggi Höskulds var ánægður með sína menn í dag.
Siggi Höskulds var ánægður með sína menn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var bara fín frammistaða hjá okkur og Dalvík mjög erfiðir, þannig að ég er bara virkilega sáttur með framlagið og hvernig við spiluðum þennan leik. Bara vel gert hjá okkur,'' sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir 2-0 sigur á Dalvík/Reyni í Lengjudeild karla í dag. Sigurinn þýðir að Þórsarar eru endanlega búnir að bjarga sér frá falli og leika því í Lengjudeildinni árið 2025.


Lestu um leikinn: Þór 2 -  0 Dalvík/Reynir

Örlög Dalvíkinga voru ráðin fyrir þennan leik. Var það eitthvað rætt í aðdragandanum?

„Já, bara ýmislegt sem að við ræðum. Við vissum að þeir myndu koma hérna dýrvitlausir og voru bara mjög fókuseraðir, með gott leikplan og gerðu þetta vel. Þannig að við þurftum að sýna mjög góða frammistöðu til að klára þetta og við vissum það alveg fyrir leikinn.''

Vítaspyrnudómur Erlends Eiríkssonar var að mati fréttaritara rangur. Hvernig sá Siggi þetta?

„Mér fannst hann bara berja hann í hnakkann og ég held að þetta hafi verið alveg kristaltært. Fannst skrítið að hann hafi ekki fengið rautt bara,'' sagði Siggi og augljóslega ekki á sama máli.

Gengi Þórs hefur ekki verið gott í sumar eftir gífurlega jákvæða umræðu í aðdraganda móts. Fáir sigrar unnist og spilamennskan oft á tíðum verið arfaslök. Sigurður segist spenntur að fá tækifæri til að gera betur á næstu leiktíð og bæta liðið.

„Bara spenntur að fá að byrja aftur og reyna að bæta liðið ennþá meira en við héldum að við hefðum gert síðasta vetur og gerðum að mínu viti. Sumarið náttúrulega ekki búið að spilast eins og við hefðum viljað, þannig að ég held að það séu allir þyrstir í að eyða vetrinum í að koma ennþá betur stemmdir og ennþá klárari í mótið og að einhverju leyti vinna upp fyrir þetta tímabil. Stigasöfnunin var alls ekki nægilega góð og ekki það sem að við ætluðum okkur.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner