Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 08. september 2024 17:03
Daníel Smári Magnússon
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Lengjudeildin
Siggi Höskulds var ánægður með sína menn í dag.
Siggi Höskulds var ánægður með sína menn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var bara fín frammistaða hjá okkur og Dalvík mjög erfiðir, þannig að ég er bara virkilega sáttur með framlagið og hvernig við spiluðum þennan leik. Bara vel gert hjá okkur,'' sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir 2-0 sigur á Dalvík/Reyni í Lengjudeild karla í dag. Sigurinn þýðir að Þórsarar eru endanlega búnir að bjarga sér frá falli og leika því í Lengjudeildinni árið 2025.


Lestu um leikinn: Þór 2 -  0 Dalvík/Reynir

Örlög Dalvíkinga voru ráðin fyrir þennan leik. Var það eitthvað rætt í aðdragandanum?

„Já, bara ýmislegt sem að við ræðum. Við vissum að þeir myndu koma hérna dýrvitlausir og voru bara mjög fókuseraðir, með gott leikplan og gerðu þetta vel. Þannig að við þurftum að sýna mjög góða frammistöðu til að klára þetta og við vissum það alveg fyrir leikinn.''

Vítaspyrnudómur Erlends Eiríkssonar var að mati fréttaritara rangur. Hvernig sá Siggi þetta?

„Mér fannst hann bara berja hann í hnakkann og ég held að þetta hafi verið alveg kristaltært. Fannst skrítið að hann hafi ekki fengið rautt bara,'' sagði Siggi og augljóslega ekki á sama máli.

Gengi Þórs hefur ekki verið gott í sumar eftir gífurlega jákvæða umræðu í aðdraganda móts. Fáir sigrar unnist og spilamennskan oft á tíðum verið arfaslök. Sigurður segist spenntur að fá tækifæri til að gera betur á næstu leiktíð og bæta liðið.

„Bara spenntur að fá að byrja aftur og reyna að bæta liðið ennþá meira en við héldum að við hefðum gert síðasta vetur og gerðum að mínu viti. Sumarið náttúrulega ekki búið að spilast eins og við hefðum viljað, þannig að ég held að það séu allir þyrstir í að eyða vetrinum í að koma ennþá betur stemmdir og ennþá klárari í mótið og að einhverju leyti vinna upp fyrir þetta tímabil. Stigasöfnunin var alls ekki nægilega góð og ekki það sem að við ætluðum okkur.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner