PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   þri 08. október 2019 12:09
Magnús Már Einarsson
Emil Hallfreðs: Þetta hefur gengið miklu hægar en ég átti von á
Icelandair
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson segist ennþá vera að bíða eftir rétta tilboðinu en hann hefur verið án félags síðan samnignur hans við Udinese rann út í sumar.

„Þetta hefur gengið miklu hægar en ég átti nokkurntímann von á. Ég er alltaf að vonast til að það komi eitthvað upp á borðið sem ég er ánægður með en hingað til hafa bara komið hlutir upp sem ég hef ekki getað sætt við mig. Ég er ennþá að bíða eftir rétta tilboðinu," sagði Emil við Fótbolta.net í dag

„Ég hef svolítið verið að bíða eftir Ítalíu, að réttu hlutirnir gerist þar. Ég er líka byrjaður að skoða allt í kringum mig en ég er ekki til í að taka hvað sem er."

Emil var í byrjunarliði í síðasta landsleik gegn Albaníu en síðan þá hefur hann unnið að því að halda sér í formi.

„Ég er búinn að æfa með FH og æfa sjálfur. Ég og Birkir (Bjarnason) höfum líka verið að æfa saman. Formið er fínt. Þó að ég hafi ekki verið að spila leiki þá hef ég verið duglegur að æfa og ég er í mjög góðu standi líkamlega."

Emil er í íslenska landsliðshópnum fyrir leikinn gegn heimsmeisturum Frakka á föstudagskvöld. Emil er brattur fyrir þann leik.

„Við höfum alltaf gert góða hluti á móti stórum þjóðum og ég sé ekki af hverju við ættum ekki að geta gert það núna," sagði Emil.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner