Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   þri 08. október 2019 12:09
Magnús Már Einarsson
Emil Hallfreðs: Þetta hefur gengið miklu hægar en ég átti von á
Icelandair
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson segist ennþá vera að bíða eftir rétta tilboðinu en hann hefur verið án félags síðan samnignur hans við Udinese rann út í sumar.

„Þetta hefur gengið miklu hægar en ég átti nokkurntímann von á. Ég er alltaf að vonast til að það komi eitthvað upp á borðið sem ég er ánægður með en hingað til hafa bara komið hlutir upp sem ég hef ekki getað sætt við mig. Ég er ennþá að bíða eftir rétta tilboðinu," sagði Emil við Fótbolta.net í dag

„Ég hef svolítið verið að bíða eftir Ítalíu, að réttu hlutirnir gerist þar. Ég er líka byrjaður að skoða allt í kringum mig en ég er ekki til í að taka hvað sem er."

Emil var í byrjunarliði í síðasta landsleik gegn Albaníu en síðan þá hefur hann unnið að því að halda sér í formi.

„Ég er búinn að æfa með FH og æfa sjálfur. Ég og Birkir (Bjarnason) höfum líka verið að æfa saman. Formið er fínt. Þó að ég hafi ekki verið að spila leiki þá hef ég verið duglegur að æfa og ég er í mjög góðu standi líkamlega."

Emil er í íslenska landsliðshópnum fyrir leikinn gegn heimsmeisturum Frakka á föstudagskvöld. Emil er brattur fyrir þann leik.

„Við höfum alltaf gert góða hluti á móti stórum þjóðum og ég sé ekki af hverju við ættum ekki að geta gert það núna," sagði Emil.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner