Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. október 2020 17:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nokkrir rúmenskir stuðningsmenn mættir í Laugardalinn
Icelandair
Frá æfingu rúmenska landsliðsins í gær.
Frá æfingu rúmenska landsliðsins í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist óðum í leik Íslands og Rúmeníu í undanúrslitum umspilsins fyrir EM næsta sumar.

Það er gríðarlega mikið í húfi. Sigurliðið fer áfram í úrslitaleikinn um sæti á EM sem verður spilaður í næsta mánuði.

Einungis sextíu manns fá miða á leikinn og ákvað KSÍ að allir miðahafar kæmu úr röðum stuðningssveitar íslenska landsliðsins, Tólfunnar.

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliðinn, sagði á fréttamannafundi í gær að hann væri þakklátur fyrir að Tólfan gæti stutt við landsliðið úr stúkunni og vonaðist til þess að sveitin myndi „draga liðið aðeins áfram".

Það eru nokkrir Rúmenar mættir í Laugardalinn að styðja við bakið á sínu liði. Þeir eru fyrir utan völlinn.

Hægt er að nálgast textalýsinguna frá leiknum hérna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner