Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 08. október 2021 10:03
Elvar Geir Magnússon
Kærasta Khashoggi niðurbrotin eftir að Sádarnir keyptu Newcastle
Hatice Cengiz.
Hatice Cengiz.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Newcastle fagna yfirtökunni.
Stuðningsmenn Newcastle fagna yfirtökunni.
Mynd: Getty Images
Hatice Cengiz, kærasta blaðamannsins Jamal Khashoggi sem var myrtur fyrir þremur árum, segist niðurbrotin eftir að kaup fjárfestana frá Sádi-Arabíu á Newcastle voru staðfest.

Khashoggi var gagnrýnandi krónprinsins Mohammed bin Salman og var myrtur í sendiráði Sádi-Arabíu í Istanbúl. Vestræn rannsóknarlögregla telur að krónprinsinn, sem er á bak við kaupin á Newcastle, hafi fyrirskipað morðið.

„Þetta eru gríðarleg vonbrigði," segir Cengiz en hún og Kashoggi voru búin að plana brúðkaup sitt.

„Eftir morðið hef ég á hverjum degi leitað réttlætis fyrir Jamal. Svo koma þessar fréttir og fólk talar um yfirtöku. Ég bað fólk um að sýna virðingu og láta þetta ekki gerast."

Nýir eigendur Newcastle eru gríðarlega umdeildir, meðal annars vegna mannréttindabrota í gegnum árin. Þau brot hafa gert yfirtökuna flóknari. Fjárfestarnir, sem koma með 80% af peningunum fyrir kaupunum, þurftu að sanna að hópurinn væri aðskilinn ríkisstjórn Sádi-Arabíu.

„Svo virðist sem stuðningsmönnum Newcastle sé sama um hvað gerðist fyrir Jamal. Þeir hugsa bara um fjárhagslega burði félagsins. Ég vil minna þá á að það er ýmislegt mikilvægara en fjárhagsstaða fótboltafélags. Það eru mikilvægari gildi sem við þurfum að hafa í lífinu," segir Cengiz

„Vegna glæpa sinna ættu þeir ekki að geta keypt enskt félag. Það eru skilaboðin sem hver einasti Englendingur ætti að senda þeim."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner