Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   sun 08. nóvember 2020 13:55
Ívan Guðjón Baldursson
England: Kane hetjan gegn West Brom
West Brom 0 - 1 Tottenham
0-1 Harry Kane ('88)

Nýliðar West Bromwich Albion tóku á móti Tottenham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrri hálfleikur var fjörugur og skiptust liðin á að eiga hættulega kafla. Bæði lið fengu fín færi en staðan var markalaus í leikhlé.

Tottenham var með völdin fyrri hluta seinni hálfleiks og átti Sam Johnstone nokkrar góðar vörslur. Heimamenn áttu fínan kafla um miðbik hálfleiksins og þurfti Hugo Lloris að hafa sig allan við til að halda stöðunni jafnri.

Tottenham tók aftur völdin á vellinum undir lok leiksins og náði Harry Kane að koma knettinum í netið á 88. mínútu. Matt Doherty gaf þá fyrirgjöf inn í teiginn og gerði Kane vel að stýra knettinum í netið með góðum skalla. Johnstone virkaði afar óöruggur í úthlaupinu og gerði Kane auðvelt fyrir. Hann átti góðan leik á milli stanganna en átti að gera betur í markinu.

Tottenham er komið á toppinn með sigrinum, lærisveinar Jose Mourinho eru með 17 stig eftir 8 umferðir. West Brom er enn án sigurs og aðeins með 3 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner