Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. nóvember 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Maður sér Davíð Þór sem nýjan Heimi Guðjóns"
Davíð Þór Viðarsson.
Davíð Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það bárust tíðindi frá Hafnarfirði í síðustu þegar FH réði þjálfara fyrir næsta tímabil.

Eiður Smári Guðjohnsen var ráðinn sem aðalþjálfari til næstu tveggja ára. Davíð Þór Viðarsson, fyrrum fyrirliði FH, verður aðstoðarþjálfari Eiðs og Logi Ólafsson mun verða í starfi tæknilegs ráðgjafa.

Logi og Eiður tóku við FH á miðju tímabili og undir þeirra stjórn hefur árangurinn verið góður. Liðið hafnaði í öðru sæti Pepsi Max-deildarinnar.

Davíð Þór þarf ekki að kynna fyrir stuðningsmönnum FH og knattspyrnuáhugafólki almennt; einn besti leikmaður FH frá upphafi sem mun stíga sín fyrstu skref í þjálfun undir stjórn Eiðs.

Davíð, sem var lengi vel fyrirliði FH, vann sjö Íslandsmeistaratitla með FH, fjórum sinnum sem fyrirliði liðsins. Davíð spilaði 319 leiki fyrir FH og skoraði í þeim ellefu mörk.

Tómas Þór Þórðarson líkti Davíð við Heimi Guðjónsson í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær. Heimir steig sín fyrstu skref í þjálfun sem aðstoðarþjálfari FH eftir að hafa verið fyrirliði liðsins þar á undan.

„Eftir að þetta meistaraflokksráð tók við og fór að vinna á bak við tjöldin í Krikanum, þá hefur verið rosalega mikið jákvætt í gangi. Þetta er öflugt ráð," sagði Elvar Geir Magnússon.

Tómas tók í sama streng og sagði: „Þeir taka Eið sem var alveg áhætta. Maðurinn hefur ekki þjálfað sem aðalþjálfari. Hann stýrði öllu og Logi var ritstjórinn. Eiður varð mjög fljótt í að setja upp æfingar og þess háttar."

„Þeir halda Loga í ráðgjafahlutverki. Laugi fer út - þeir eru að reyna að hrista upp í hlutunum - og þeir fá Davíð Þór inn. Maður sér hann (Davíð Þór) eiginlega sem einhvern nýjan Heimi Guðjónsson."

„Maður bíður bara eftir því að Davíð verði mættur á hliðarlínuna sjálfur ef Eiður fer til Club Brugge eða eitthvað að þjálfa. Hann er svipaður þannig séð og Heimir í þessu... þeir eru í flottum málum. Það er ekkert eðlilega stórt fyrir deildina að halda Eiði Smára sem aðalþjálfara í þessari deild," sagði Tómas Þór.

Meira var talað um FH og fleira í útvarpsþættinum sem hlusta má í heild sinni hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Úrslitaleikur landsliðsins og íslenskar fréttir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner