Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 08. nóvember 2022 21:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaplakrika
Davíð: Sameiginleg ákvörðun með Eiði að halda samstarfi ekki áfram
Heimir verður aðalþjálfari og Sigurvin aðstoðarþjálfari
Davíð Þór Viðarsson ræddi við Fótbolta.net í kvöld.
Davíð Þór Viðarsson ræddi við Fótbolta.net í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við vitum öll hvað Heimir gerði síðast þegar hann var hjá FH, það var ótrúlegur árangur. Hann er hungraður, við erum hungraðir og ég held að þetta passi svakalega vel saman," sagði Davíð Þór Viðarsson yfirmaður knattspyrnumála hjá FH eftir að Heimir Guðjónsson gerði þriggja ára samning um þjálfun liðsins í kvöld.


„Ég vissi að honum yrði tekið hrikalega vel og það var gaman að sjá mætinguna. Það var fullur salur og geggjuð stemmning í kvöld. Nú þurfum við að halda áfram að vinna í okkar málum og sjá til þess að stuðningsmenn hafi enga ástæðu til að gefast upp á okkur."

Davíð Þór tikynnti í Kaplakrika í kvöld að ljóst væri að Eiður Smári Guðjohnsen væri hættur hjá félaginu en FH hafði haldið því opnu að hann sneri aftur ef hann tæki á sínum málum í kjölfar ölvunaraksturs. Valdimar Svavarsson formaður knattspyrnudeildar FH hélt því síðast opnu í viðtali við 433.is í dag að Eiður gæti snúið aftur.

„Við erum búnir að vera í sambandi undanfarnar vikur og mánuði. Það er mjög gott milli Eiðs og FH og það var sameiginleg ákvörðun hjá okkur að við ætluðum ekki að halda því samstarfi áfram. Svo veit maður aldrei hvað gerist í framtíðinni, Eiður er ótrúlegur fótboltaheili og ég vil meina að hann sé mikill FH-ingur."

Heimir gerði þriggja ára samning við FH í kvöld og Sigurvin Ólafsson er fyrir með tveggja ára samning. Er starfsskipanin þannig að Heimir verður aðalþjálfari og Venni aðstoðarþjálfari?

„Já, ég trúi reyndar ekki á orðið aðstoðarþjálfari," sagði Davíð. „Heimir er aðalþjálfari og Venni er þjálfari. Þeir vinna þetta mikið saman en það er þannig að Heimir er númer 1."

Nánar er rætt við Davíð í spilaranum að ofan. Hann ræðir þar um Eggert Gunnþór Jónsson og Björn Daníel Sverrisson sem framlengdu við félagið og Matthías Vilhjálmsson sem er samningslaus.

„Við erum að tala saman og viljum ólmir halda Matta. Hann fór í frí eftir tímabilið og er að koma til baka úr því. Við höldum því spjalli áfram og reynum að klára það sem allra allra fyrst."

Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur er líklega að ganga í raðir FH. Hvenær verður það klárað?

„Það er ekkert ákveðið. Við höfum áhuga á honum og mér finnst hann virkilega góður markvörður, ef það gerist þá gerist það og þið fáið pottþétt að vita það."


Athugasemdir
banner
banner