Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   þri 08. nóvember 2022 21:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaplakrika
Davíð: Sameiginleg ákvörðun með Eiði að halda samstarfi ekki áfram
Heimir verður aðalþjálfari og Sigurvin aðstoðarþjálfari
Davíð Þór Viðarsson ræddi við Fótbolta.net í kvöld.
Davíð Þór Viðarsson ræddi við Fótbolta.net í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við vitum öll hvað Heimir gerði síðast þegar hann var hjá FH, það var ótrúlegur árangur. Hann er hungraður, við erum hungraðir og ég held að þetta passi svakalega vel saman," sagði Davíð Þór Viðarsson yfirmaður knattspyrnumála hjá FH eftir að Heimir Guðjónsson gerði þriggja ára samning um þjálfun liðsins í kvöld.


„Ég vissi að honum yrði tekið hrikalega vel og það var gaman að sjá mætinguna. Það var fullur salur og geggjuð stemmning í kvöld. Nú þurfum við að halda áfram að vinna í okkar málum og sjá til þess að stuðningsmenn hafi enga ástæðu til að gefast upp á okkur."

Davíð Þór tikynnti í Kaplakrika í kvöld að ljóst væri að Eiður Smári Guðjohnsen væri hættur hjá félaginu en FH hafði haldið því opnu að hann sneri aftur ef hann tæki á sínum málum í kjölfar ölvunaraksturs. Valdimar Svavarsson formaður knattspyrnudeildar FH hélt því síðast opnu í viðtali við 433.is í dag að Eiður gæti snúið aftur.

„Við erum búnir að vera í sambandi undanfarnar vikur og mánuði. Það er mjög gott milli Eiðs og FH og það var sameiginleg ákvörðun hjá okkur að við ætluðum ekki að halda því samstarfi áfram. Svo veit maður aldrei hvað gerist í framtíðinni, Eiður er ótrúlegur fótboltaheili og ég vil meina að hann sé mikill FH-ingur."

Heimir gerði þriggja ára samning við FH í kvöld og Sigurvin Ólafsson er fyrir með tveggja ára samning. Er starfsskipanin þannig að Heimir verður aðalþjálfari og Venni aðstoðarþjálfari?

„Já, ég trúi reyndar ekki á orðið aðstoðarþjálfari," sagði Davíð. „Heimir er aðalþjálfari og Venni er þjálfari. Þeir vinna þetta mikið saman en það er þannig að Heimir er númer 1."

Nánar er rætt við Davíð í spilaranum að ofan. Hann ræðir þar um Eggert Gunnþór Jónsson og Björn Daníel Sverrisson sem framlengdu við félagið og Matthías Vilhjálmsson sem er samningslaus.

„Við erum að tala saman og viljum ólmir halda Matta. Hann fór í frí eftir tímabilið og er að koma til baka úr því. Við höldum því spjalli áfram og reynum að klára það sem allra allra fyrst."

Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur er líklega að ganga í raðir FH. Hvenær verður það klárað?

„Það er ekkert ákveðið. Við höfum áhuga á honum og mér finnst hann virkilega góður markvörður, ef það gerist þá gerist það og þið fáið pottþétt að vita það."


Athugasemdir
banner
banner
banner