Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   þri 08. nóvember 2022 21:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaplakrika
Davíð: Sameiginleg ákvörðun með Eiði að halda samstarfi ekki áfram
Heimir verður aðalþjálfari og Sigurvin aðstoðarþjálfari
Davíð Þór Viðarsson ræddi við Fótbolta.net í kvöld.
Davíð Þór Viðarsson ræddi við Fótbolta.net í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við vitum öll hvað Heimir gerði síðast þegar hann var hjá FH, það var ótrúlegur árangur. Hann er hungraður, við erum hungraðir og ég held að þetta passi svakalega vel saman," sagði Davíð Þór Viðarsson yfirmaður knattspyrnumála hjá FH eftir að Heimir Guðjónsson gerði þriggja ára samning um þjálfun liðsins í kvöld.


„Ég vissi að honum yrði tekið hrikalega vel og það var gaman að sjá mætinguna. Það var fullur salur og geggjuð stemmning í kvöld. Nú þurfum við að halda áfram að vinna í okkar málum og sjá til þess að stuðningsmenn hafi enga ástæðu til að gefast upp á okkur."

Davíð Þór tikynnti í Kaplakrika í kvöld að ljóst væri að Eiður Smári Guðjohnsen væri hættur hjá félaginu en FH hafði haldið því opnu að hann sneri aftur ef hann tæki á sínum málum í kjölfar ölvunaraksturs. Valdimar Svavarsson formaður knattspyrnudeildar FH hélt því síðast opnu í viðtali við 433.is í dag að Eiður gæti snúið aftur.

„Við erum búnir að vera í sambandi undanfarnar vikur og mánuði. Það er mjög gott milli Eiðs og FH og það var sameiginleg ákvörðun hjá okkur að við ætluðum ekki að halda því samstarfi áfram. Svo veit maður aldrei hvað gerist í framtíðinni, Eiður er ótrúlegur fótboltaheili og ég vil meina að hann sé mikill FH-ingur."

Heimir gerði þriggja ára samning við FH í kvöld og Sigurvin Ólafsson er fyrir með tveggja ára samning. Er starfsskipanin þannig að Heimir verður aðalþjálfari og Venni aðstoðarþjálfari?

„Já, ég trúi reyndar ekki á orðið aðstoðarþjálfari," sagði Davíð. „Heimir er aðalþjálfari og Venni er þjálfari. Þeir vinna þetta mikið saman en það er þannig að Heimir er númer 1."

Nánar er rætt við Davíð í spilaranum að ofan. Hann ræðir þar um Eggert Gunnþór Jónsson og Björn Daníel Sverrisson sem framlengdu við félagið og Matthías Vilhjálmsson sem er samningslaus.

„Við erum að tala saman og viljum ólmir halda Matta. Hann fór í frí eftir tímabilið og er að koma til baka úr því. Við höldum því spjalli áfram og reynum að klára það sem allra allra fyrst."

Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur er líklega að ganga í raðir FH. Hvenær verður það klárað?

„Það er ekkert ákveðið. Við höfum áhuga á honum og mér finnst hann virkilega góður markvörður, ef það gerist þá gerist það og þið fáið pottþétt að vita það."


Athugasemdir
banner
banner