Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 09. febrúar 2021 22:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski bikarinn: McTominay hetja Man Utd í slökum leik
McTominay skoraði markið sem skipti máli.
McTominay skoraði markið sem skipti máli.
Mynd: Getty Images
Manchester Utd 1 - 0 West Ham
1-0 Scott McTominay ('98 )

Manchester United er komið áfram í 8-liða úrslit enska bikarsins eftir sigur á West Ham í framlengdum leik á Old Trafford.

Snjókorn féllu á Old Trafford en það hafði lítil áhrif á gang mála. Leikurinn var ansi rólegur en bestu tilraun fyrri hálfleiks átti varnarmaðurinn Victor Lindelöf þegar hann skallaði boltann að marki West Ham eftir hornspyrnu. Lukasz Fabianski gerði hins vegar mjög vel í að verja.

Marcus Rashford fékk mjög gott færi í byrjun seinni hálfleiks þegar hann fékk boltann á fjærstönginni. Hann fékk tíma til að athafna sig en aftur varði Fabianski vel.

Annars gerðist ekki mikið í leiknum. West Ham varðist aftarlega og Man Utd kom sér ekki í mörg góð færi.

Leikurinn endaði markalaus og því þurfti að framlengja. Snemma í seinni hálfleiknum var ísinn brotinn. Varamaðurinn Scott McTominay fékk boltann frá Marcus Rashford í teignum og átti skot sem endaði í markinu.

Það reyndist eina mark leiksins í frekar döprum leik. Man Utd var 62 prósent með boltann og átti 16 marktilraunir gegn þremur hjá West Ham. Lundúnaliðið átti ekki tilraun á markið og þetta var frekar rólegt kvöld fyrir Dean Henderson sem var í marki Man Utd í kvöld. Hinn 18 ára gamli Amad Diallo var í fyrsta sinn í hóp hjá aðalliði Man Utd en kom ekki við sögu í kvöld.

Man Utd er komið í 8-liða úrslit bikarsins, en Bournemouth varð fyrr í kvöld fyrsta liðið til að komast í 8-liða úrslitin með sigri á úrvalsdeildarliði Burnley.
Athugasemdir
banner
banner