Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 09. febrúar 2021 19:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski bikarinn: Jói Berg og félagar úr leik gegn B-deildarliði
Jóhann Berg spilaði 74 mínútur í kvöld.
Jóhann Berg spilaði 74 mínútur í kvöld.
Mynd: Getty Images
Burnley 0 - 2 Bournemouth
0-1 Sam Surridge ('21 )
0-2 Junior Stanislas ('88 , penalty goal)

Það voru óvænt úrslit í fyrri leik dagsins í enska bikarnum þegar Burnley tók á móti Bournemouth.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley sem fann ekki alveg taktinn í kvöld. Bournemouth tók forystuna á 21. mínútu leiksins þegar Sam Surridge kláraði í teignum eftir sendingu frá Jack Stacey.

„Hvort liðið er eiginlega í ensku úrvalsdeildinni," var skrifað í textalýsingu BBC þegar flautað var til hálfleiks. Bournemouth spilaði vel en Burnley hefði hæglega getað jafnað metin á 57. mínútu þegar boltinn féll fyrir fætur Jay Rodriguez í teignum eftir klúður hjá Matej Vydra. Rodriguez setti boltann hins vegar markið í mjög góðu færi.

Þetta klúður reyndist dýrkeypt fyrir Burnley því Junior Stanislas innsiglaði sigur Bournemouth með marki úr vítaspyrnu á 88. mínútu.

Flottur sigur Bournemouth niðurstaðan en Jóhann Berg var tekinn af velli þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma.

Bournemouth úr næst efstu deild er fyrsta liðið í 8-liða úrslit. Klukkan 19:30 hefst leikur Manchester United og West Ham. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner