Sævar Atli Magnússon, sóknarmaður Leiknis R, er eftirsóttur þessa dagana.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa Leiknismenn fengið fleiri en eitt tilboð í Sævar undanfarnar vikur. Breiðablik er á meðal félaga sem hafa boðið í Sævar.
Hinn tvítugi Sævar Atli er fyrirliði Leiknis en hann skoraði þrettán mörk og var í lykilhlutverki þegar liðið fór upp úr Lengjudeildinni í fyrra.
Hann hefur haldið uppteknum hætti í Lengjubikarnum og skorað sex mörk í fjórum leikjum þar.
Sævar verður samningslaus eftir tímabilið og því getur hann mögulega farið frítt í önnur félög þá ef Leiknismenn selja hann ekki núna.
Athugasemdir