Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 09. apríl 2021 17:30
Elvar Geir Magnússon
Jon Moss á plötubúð í Leeds og er í hljómsveit
Mynd: Getty Images
Jon Moss er einn litríkasti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni en hann mun halda um flautuna í kvöld þegar Fulham og Wolves eigast við.

Það eru ekki margir sem vita það að Moss er gríðarlegur tónlistaráhugamaður og þegar hann ferðast um Bretlandseyjar til að dæma reynir hann alltaf að koma við í plötubúðum.

Hann er duglegur að fara á tónleika og þá er hann sjálfur gítarleikari í Indie-rokkhljómsveit sem heitir Power Sleep. Sú hljómsveit hefur reyndar ekki náð miklum hæðum og kemur ekki oft saman en spilar frumsamin lög. Moss sjálfur hefur gantast með það í viðtölum að hljómsveitin sé í raun og veru hræðileg.

Hann opnaði vínylplötubúð í Leeds árið 2019 og ber búðin viðeigandi nafn, 'The Vinyl Whistle' eða Vínyl-flautan. Hugmyndina að nafninu á kollegi Moss, úrvalsdeildardómarinn Graham Scott.

Pixies, Oasis og Stone Roses eru uppáhalds hljómsveitir Moss en hér má sjá innslag þar sem plötubúðin hans í Leeds er heimsótt.


Athugasemdir
banner
banner
banner