Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
banner
   fim 09. júní 2022 22:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki sáttir við klippur af æfingum - „Ég þoldi ekki svona"
Frá æfingu landsliðsins.
Frá æfingu landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sérfræðingar.
Sérfræðingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrrum landsliðsmennirnir Kári Árnason og Rúrik Gíslason fóru yfir leik San Marínó og Íslands á Viaplay í kvöld. Þeim var ekki skemmt yfir frammistöðu íslenska liðsins.

Lestu um leikinn: San Marínó 0 -  1 Ísland

Þeir töluðu um að það vanti skýrt leikplan og leiðtoga í liðið, landsliðsumhverfið sé alltof vingjarnlegt núna.

„Undir Lars og Heimi voru allir með sitt hlutverk 100 prósent," sagði Rúrik.

„Það voru líka kröfur innan liðsins, bæði frá þjálfurum og leikmönnum. Ef að einhver einn var ekki að standa sig þá voru nokkrir inn á sem voru tilbúnir að láta þig vita af því. Það vantar í þetta, þegar menn eru 'off' þá þarf að láta vita af því í ekki svo fallegum orðum," sagði Kári.

„Þetta er allt orðið svo vingjarnlegt, svo 'soft'. Maður veltir því fyrir sér hver leiðtoginn er í liðinu sem rífur hina með sér. Hjá okkur vorum við með Kára sem opnaði á sér trantinn trekk í trekk ef menn voru 'sloppy'. Þá fengu menn að heyra það. Í fótbolta er ekkert að því, þetta eru fullorðnir karlmenn. Þetta er alvöru sport og það þýðir ekki að nálgast þetta bara með faðmlögum og kossum," sagði Rúrik.

Kári er sammála. Hann er búinn að sjá myndbönd af æfingum sem hafa ekki kætt hann.

„Þetta eru faðmlög og voða vingjarnlegt. Ég er búinn að sjá klippur af æfingum upp á síðkastið og mér finnst þetta spes. Við erum á landsliðsæfingu og þetta er 'serious business'. Allavega horfði ég á það þannig: 'Þetta er alvara lífsins'. Það brunnu allir heitar fyrir landsliði en félagsliði."

„Það vill þannig til að það er skemmtilegt að spila fótbolta og þetta eru keppnismenn eða eiga að vera það. Og það er ekkert skemmtilegra en að keppa við hvorn annan í fótbolta. Það sem ég er að sjá á æfingum er að þetta eru svolítil fíflalæti. Ég þoldi ekki svona, einhverja svona leiki - köttur og mús, eltingarleikur eða eitthvað. Hvað er næst? Dimmalimm? Það er gaman í fótbolta, en mér finnst ekki gaman í dimmalimm."

„Þetta fer í taugarnar á mér og mér langaði að 'commenta' á þetta," sagði Kári.

Hér fyrir neðan má sjá myndbönd.



Athugasemdir
banner
banner