Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 09. júlí 2020 15:15
Magnús Már Einarsson
Karlalandslið Dana gefur bónusa til kvennalandsliðsins
Pernille Harder. fyrirliði danska kvennalandsliðsins.
Pernille Harder. fyrirliði danska kvennalandsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Danska karlalandsliðið hefur gefið nokkrar milljónir danskra króna til danska kvennalandsliðsins.

Um er að ræða bónusa sem leikmenn karlalandsliðsins áttu að fá fyrir Þjóðadeildina.

Peningarnir verða notaðir til að efla starfið í kringum kvennalandslið Dana.

„Við erum ánægðir með að geta sýnt kvennalandsliðinu stuðning til að þau fái eins góðan aðbúnað og hægt er," sagði Simon Kjær fyrirliði danska karlalandsliðsins.

Pernille Harder, fyrirliði kvennalandsliðsins, er virkilega ánægð með framtakið.

„Við erum með mikinn metnað í kvennalandsliðinu og viljum spila á meðal þeirra bestu. Til að það sé mögulegt þarf starf okkar að eflast. Þetta er mikil hjálp frá karlalandsliðinu auk þess sem danska knattspyrnusambandið hefur sagt að það sé tilbúið að fjárfesta fyrir okkur," sagði Pernille.
Athugasemdir
banner
banner
banner