Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. september 2022 11:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verða stelpurnar okkar heppnar? - „Ógeðslega ósanngjarnt"
Icelandair
Mynd sem lýsir þessari ákvörðun UEFA vel.
Mynd sem lýsir þessari ákvörðun UEFA vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mun þann 11. október spila í umspilinu um sæti á heimsmeistaramótinu í Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

Það verður bara einn leikur, en með sigri í þeim leik fer íslenska liðið á HM.

Það verður dregið núna á eftir klukkan 11:30 en hægt verður að fylgjast með drættinum í beinni textalýsingu með því að smella hérna.

Það verður dregið um það hvort við fáum heimaleik í umspilinu en það skiptir auðvitað gríðarlega miklu máli að fá leik á Laugardalsvelli frekar en annars staðar. Þar líður okkur best.

Sindri Sverrisson, fréttamaður á Vísi, skrifar í dag góðan pistil þar sem hann fer yfir það hversu ósanngjarnt það sé að draga um það hvort við fáum heimaleik eða ekki.

„Það er auðvitað bara ósanngjarnt, ógeðslega ósanngjarnt, að láta svona stórt atriði velta á heppni," skrifar Sindri.

Ísland er efst allra liða sem eru í umspilinu á styrkleikalista FIFA, en það skiptir engu máli í þessum drætti. Það skiptir heldur ekki máli í drættinum að Ísland var með næst bestan árangur af liðunum sem enduðu í öðru sæti í undanriðlunum.

Af einhverri ástæðu ræðst þetta allt á heppni, en vonandi endar Ísland með heimaleik.
Athugasemdir
banner
banner