Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mán 09. október 2017 17:26
Magnús Már Einarsson
Laugardalsvelli
Byrjunarlið Íslands: Emil kemur aftur inn
Icelandair
Emil var frábær gegn Úkraínu í síðasta heimaleik.  Hann snýr aftur í byrjunarliðið í kvöld.
Emil var frábær gegn Úkraínu í síðasta heimaleik. Hann snýr aftur í byrjunarliðið í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð fer á bekkinn.
Alfreð fer á bekkinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, gerir eina breytingu á byrjunarliðinu gegn Kosóvó frá því í 3-0 sigrinum gegn Tyrkjum á föstudag.

Emil Hallfreðsson var í banni gegn Tyrkjum en hann snýr aftur inn á miðjuna. Alfreð Finnbogason fer hins vegar á bekkinn.

Ísland spilar 4-5-1 í dag eftir að hafa spilað 4-4-2 á föstudaginn. Ísland spilaði 4-5-1 með Gylfa Þór Sigurðsson fremstan á miðjunni í þremur leikjum á undan leiknum gegn Tyrkjum.

Það reyndist vel en Gylfi skoraði bæði mörkin í 2-0 sigrinum á Úkraínu í síðasta mánuði.

Staðan fyrir leikinn gegn Kosóvó í kvöld er einföld en Ísland tryggir sér sæti á HM í fyrsta skipti í sögunni með sigri.



Fótbolti.net er með alla anga úti í umfjöllun um leikinn gegn Kosóvó og hægt er að fylgjast með bak við tjöldin á samskiptamiðlum okkar, þar á meðal Fotboltinet á Snapchat.

Leikurinn verður í beinni textalýsingu hérna

Staðan? Skoðaðu möguleikana í riðli Íslands

Smelltu hér til að sjá líkegt byrjunarlið

Með því að smella hér má hlusta á ítarlega upphitun fyrir leikinn úr útvarpsþættinum



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner