Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 09. október 2020 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Haaland: Fannst ég ekki vera hluti af leik míns liðs
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: Getty Images
Erling Braut Haaland, sóknarmaður norska landsliðsins, var sár og svekktur eftir tap gegn Serbíu í undanúrslitum umspilsins fyrir EM í gærkvöldi.

Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og því var framlengt. Í framlengingunni skoraði Sergej Milinkovic-Savic sigurmark Serbíu.

Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Noregs og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, hefur verið harðlega gagnrýndur í Noregi eftir tapið. Haaland var ósáttur með sitt hlutverk í leiknum í gær.

„Mér fannst ég ekki vera hluti af leik míns liðs," sagði Haaland í samtali við TV2 í Noregi.

„Ég er mjög reiður, við vorum bara ekki nógu góðir. Þetta eru gríðarleg vonbrigði," sagði sóknarmaður Borussia Dortmund.

Sjá einnig:
Norðmenn reiðir út í Lagerback - „Þá geturðu alveg eins trúað á jólasveina"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner