Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 08. október 2020 23:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Norðmenn reiðir út í Lagerback - „Þá geturðu alveg eins trúað á jólasveina"
Lars Lagerback.
Lars Lagerback.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback er ekki vinsæll í Noregi eftir úrslit kvöldsins í undanúrslitum umspilsins fyrir EM á næsta ári.

Noregur tapaði fyrir Serbíu á heimavelli og fer ekki á EM. Sergej Milinkovic-Savic skoraði bæði mörk Serbíu í 2-1 sigri í framlengdum leik.

Lagerback hefur stýrt Noregi frá 2017 og undir hans stjórn hefur liðið núna misst af HM 2018 og EM, sem fram fer á næsta ári.

Lagerback er elskaður á Íslandi eftir að hafa komið Íslandi á sitt fyrsta stórmót 2016, en hann þjálfaði Ísland ásamt Heimi Hallgrímssyni frá 2011 til 2016.

Hann breytti mörgu í íslenska landsliðinu og er þjóðhetja hér. Hann er hins vegar langt frá því að vera dáður og dýrkaður í Noregi. Það er kallað eftir því að hann verði látinn fara. Lagerback er með samning við norska knattspyrnusambandið til 2022, þegar HM í Katar fer fram.

Hinn 72 ára gamli Lagerback sagði eftir tapið í kvöld að hann væri tilbúinn að stíga til hliðar ef knattspyrnusambandið í Noregi óskaði eftir því.

Svíinn er harðlega gagnrýndur í Noregi og segir Morten Pedersen, pistlahöfundur Dagbladet, að Noregur þurfi eitthvað nýtt eftir þrjú og hálft ár með Lagerback, það sé enginn tilgangur í því að hann haldi áfram með liðið.

„Að trúa því að við komumst á HM 2022 eftir að við komumst ekki á EM í gegnum líflínuleið sem Þjóðadeildin bauð upp á, þá geturðu alveg eins trúað á jólasveina," skrifaði Pedersen í kvöld.

Lagerback átti að stýra sterkri kynslóð Noregs í rétta átt, líkt og hann gerði hjá Íslandi. Noregur er með mjög efnilega leikmenn eins og Erling Haaland og Martin Ödegaard, en hingað til hafa hlutirnir ekki gengið upp undir stjórn fyrrum landsliðsþjálfara Íslands.

Hér að neðan má sjá brot af því sem var sagt um Lagrerback á samfélagsmiðlum eftir tapið í kvödl.










Athugasemdir
banner
banner
banner