Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. október 2021 18:29
Victor Pálsson
Undankeppni HM: Finnar töpuðu heima - McTominay hetja Skotlands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnland tapaði dýrmætum stigum í undankeppni HM í kvöld er liðið spilaði heima við Úkraínu í D-riðli.

Finnar hafa aðeins unnið einn leik í riðlinum til þessa en það var gegn Kasakstan í september.

Öll mörkin í dag voru skoruð í fyrri hálfleik en það voru Úkraínumenn sem höfðu betur með tveimur mörkum gegn einu.

Úkraína lyfti sér upp í annað sæti riðilsins og er með átta stig. Finnar eru með fimm stig í fjórða sætinu.

Fleiri leikir fóru fram og vann Svíþjóð til að mynda þægilegan heimasigur gegn Kosovó og er í öðru sæti B-riðils á eftir aðeins Spánverjum.

Mesta skemmtunin var í Skotlandi þar sem Skotar unnu 3-2 heimasigur á Ísrael þar sem Scott McTominay tryggði sigur í blálokin.

Finland 1 - 2 Ukraine
0-1 Andriy Yarmolenko ('4 )
1-1 Teemu Pukki ('29 )
1-2 Roman Yaremchuk ('34 )

Scotland 3 - 2 Israel
0-1 Eran Zahavi ('5 )
1-1 John McGinn ('30 )
1-2 Munas Dabbur ('32 )
2-2 Lyndon Dykes ('57 )
3-2 Scott McTominay ('90 )

Kazakhstan 0 - 2 Bosnia Herzegovina
0-1 Smail Prevljak ('25 )
0-2 Smail Prevljak ('66 )

Georgia 0 - 2 Greece
0-1 Anastasios Bakasetas ('90 )
0-2 Dimitris Pelkas ('90 )

Sweden 3 - 0 Kosovo
1-0 Emil Forsberg ('29 , víti)
2-0 Aleksander Isak ('62 )
3-0 Robin Quaison ('79 )

Azerbaijan 0 - 3 Ireland
0-1 Callum Robinson ('7 )
0-2 Callum Robinson ('39 )
0-3 Chiedozie Ogbene ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner