Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. desember 2022 12:57
Elvar Geir Magnússon
Getspakt ljón spáir Frökkum sigri gegn Englendingum
Í kringum öll stórmót komast mis getspök dýr í fréttirnar fyrir að spá fyrir um leiki keppninnar.

Frægast af þessum dýrum er líklega kolkrabbinn Páll sem öðlaðist heimsfrægð í kringum heimsmeistaramótið í Suður-Afríku 2010. Páll bjó í sædýrasafni í Þýskalandi og giskaði rétt á alla leiki Þjóðverja í keppninni sem og á rétt úrslit í úrslitaleiknum sjálfum.

Seinna sama ár lést Páll. Blessuð sé minning hans.

Dýr af ýmsu tagi hafa reynt að feta í armaspor hans. Þar á meðal er rússneski björninn sem spáði sigri Íslands gegn Argentínu. Leikurinn endaði 1-1.

Spádómssvínið Markús kom sér einnig í fréttirnar og hér á landi muna margir eftir því þegar hundurinn Pamela spáði fyrir um enska boltann í Messunni.

Getspakasta dýrið í dag ku þó vera ljón sem er í dýragarði í Tælandi. Ljónið spáði líka um úrslit á EM alls staðar en samkvæmt starfsmönnum í garðinum er hann með 90% réttar ágiskanir.

Ljónið heitir 'Chao Boy' og giskar á sigurvegara með því að velja milli tveggja kjúklingalunda sem hanga undir þjóðfánum þeirra landsliða sem eru að fara að keppa. Ljónið spáir sigri Frakklands gegn Englandi í 8-liða úrslitum á morgun.


Athugasemdir
banner
banner
banner