Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 10. febrúar 2024 13:47
Aksentije Milisic
Besta augnablik ferilsins að vinna Sambandsdeildina: Færði fólki svo mikla gleði
Jose Mourinho kyssir dolluna.
Jose Mourinho kyssir dolluna.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Portúgalinn Jose Mourinho var rekinn frá AS Roma í síðasta mánuði en hann var á sínu þriðja tímabili með liðið.

Hann vann Sambandsdeildina á sínu fyrsta tímabili með Roma en félagið var það fyrsta í sögunni sem vinnur þessa keppni. Hún var sett á laggirnar árið 2021.

Mourinho segir að titilinn sé ekki hans stærsta afrek á ferlinum enda hefur hann unnið stóra titla hvert sem hann hefur farið. Það sé hins vegar hans besta augnablik á ferlinum.

„Þetta eru svo mörg merkileg augnablik í gegnum tíðina,“  sagði Jose.

„Mörg falleg augnablik en mörg ljót einnig. En ef ég þarf að velja besta augnablikið þá segi ég kannski síðasta afrekið og síðasti bikarinn sem ég vann."

„Þetta er ekki mikilvægasti eða stærsti bikarinn sem ég hef unnið, en ég vel þetta því þetta færði fólki svo ótrúlega mikla gleði. Það er Sambandsdeildin sem ég vann með Roma. Það er mitt val eins og er."

Mourinho var í gífurleg miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Roma en hann fór með liðið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar árið eftir þar sem Rómverjar töpuðu gegn Sevilla eftir vítaspyrnukeppni.

Hann nefndi tapleikinn gegn Sevilla sem eitt af ljótu augnablikunum í viðtalinu og sagði að dómari leiksins hafi ákveðið að Roma ætti ekki að vinna. Anthony Taylor var á flautunni þann daginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner