Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
banner
   lau 10. febrúar 2024 19:34
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Þægilegt fyrir Leverkusen gegn FC Bayern
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Bayer Leverkusen 3 - 0 FC Bayern
1-0 Josip Stanisic ('18 )
2-0 Alex Grimaldo ('50 )
3-0 Jeremie Frimpong ('95)

Bayer Leverkusen tók á móti FC Bayern í afar eftirvæntum titilslag þýska boltans og úr varð góður leikur, þar sem heimamenn í Leverkusen sýndu yfirburði.

Josip Stanisic skoraði gegn sínum gömlu liðsfélögum og leiddu heimamenn í Leverkusen 1-0 í leikhlé, eftir að hafa verið talsvert sterkari aðilinn og óheppnir að tvöfalda ekki forystuna.

Bakvörðurinn knái Alex Grimaldo tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks eftir stoðsendingu frá Nathan Tella og tókst Bæjörum ekki að minnka muninn.

Heimamenn gerðu vel að loka á Bayern í síðari hálfleik, áður en Jeremie Frimpong skoraði þriðja markið á 95. mínútu til að innsigla sannfærandi 3-0 sigur.

Leverkusen er með fimm stiga forystu á toppinum og hefur ekkert lið verið líklegra til að binda enda á ótrúlega sigurgöngu Bayern í þýsku deildinni á undanförnum árum.

Bayern hefur unnið deildina síðustu ellefu ár en lærisveinar Xabi Alonso ætla ekki að leyfa þeim að hirða tólfta Þýskalandsmeistaratitilinn í röð.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 13 12 1 0 49 9 +40 37
2 RB Leipzig 13 9 2 2 28 13 +15 29
3 Dortmund 13 8 4 1 23 11 +12 28
4 Leverkusen 13 7 2 4 28 19 +9 23
5 Hoffenheim 13 7 2 4 25 19 +6 23
6 Stuttgart 13 7 1 5 21 22 -1 22
7 Eintracht Frankfurt 13 6 3 4 28 29 -1 21
8 Köln 13 4 4 5 22 21 +1 16
9 Freiburg 13 4 4 5 20 22 -2 16
10 Gladbach 13 4 4 5 17 19 -2 16
11 Werder 13 4 4 5 18 24 -6 16
12 Union Berlin 13 4 3 6 16 22 -6 15
13 Hamburger 13 4 3 6 14 20 -6 15
14 Augsburg 13 4 1 8 17 27 -10 13
15 Wolfsburg 13 3 3 7 17 23 -6 12
16 Heidenheim 13 3 2 8 12 28 -16 11
17 St. Pauli 13 2 2 9 11 25 -14 8
18 Mainz 13 1 3 9 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner