Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 10. mars 2023 11:00
Elvar Geir Magnússon
Hargreaves: Bruno hjartað í öllu því góða hjá liðinu
Mynd: EPA
Bruno Fernandes hefur verið hlaðinn lofi eftir frammistöðu hans gegn Real Betis í Evrópudeildinni í gær. Bruno skoraði eitt mark og lagði upp annað í 4-1 sigri.

Erik ten Hag, stjóri United, sagði að Bruno hafi verið besti maður vallarins.

Þetta var fullkomið svar eftir 7-0 tap gegn Liverpool um síðustu helgi.

„Bruno Fernandes var hjartað í öllu því jákvæða hjá Man United í dag. Antony átti sína spretti en Bruno á heiðurinn af markinu hans," sagði Owen Hargreaves, fyrrum leikmaður Manchester United og sparkspekingur BT Sport.

Ýmsir kölluðu eftir því að Bruno myndi ekki bera fyrirliðaband United aftur eftir frammistöðu hans gegn Liverpool. En eftir leikinn í gær fær Bruno mikið hrós.

„Hann spilaði snilldarlega á miðjunni. Hann sýndi allt sem þú vilt sjá frá fyrirliða United," sagði Paul Scholes á BT Sport.
Athugasemdir
banner