„Það er alltaf gott að fá (þrjú) stig á útivelli. Í fyrra fengum við bara eitt stig á móti Stjörnunni í þremur leikjum. Þetta er strax betra en í fyrra," sagði Pablo Punyed, miðjumaður Víkings, eftir leikinn gegn Stjörnunni í kvöld.
„Já, byrja vel á móti þeim og öllum, við tökum bara einn leik í einu. Við þurftum að sinna báðum þáttum leiksins í dag, með bolta og án bolta, og við gerðum þetta bara frábærlega."
„Já, byrja vel á móti þeim og öllum, við tökum bara einn leik í einu. Við þurftum að sinna báðum þáttum leiksins í dag, með bolta og án bolta, og við gerðum þetta bara frábærlega."
Lestu um leikinn: Stjarnan 0 - 2 Víkingur R.
Pablo var ánægðastur með ástríðuna í leikmönnum Víkings í leiknum. „'Passion', allir voru að leggja sig fram, allir að hlaupa fyrir hvorn annan. Þó að við gerðum mistök þá spiluðum við sem lið og það er ég ánægðastur með."
Nikolaj Hansen skoraði fyrsta mark Víkings í sumar. „Hann lítur mjög vel út, er núna fyrirliði og við erum allir á bakvið hann."
Pablo lagði upp seinna markið með hornspyrnu. „Þetta er ein af útfærslunum, við leggjum mikið upp úr föstum leikatriðum og það kom mark strax í fyrsta leik sem er náttúrulega bara geggjað."
Hann var spurður hvort að Víkingar hefðu verið svekktir með síðasta tímabil þar sem niðurstaðan varð 3. sæti og bikarmeistaratitill. „Já og nei. Það er alltaf erfitt eftir að hafa unnið bikarinn að rífa menn í gang í deildinni [innskot: bikarúrslitaleikurinn fór fram þegar fimm umferðir voru eftir]. Blikarnir náðu mikilli forystu í fyrstu leikjunum."
El Salvadorinn missti út talsvert í byrjun síðasta tímabils. „Í fyrra meiddist ég strax eftir fyrsta leik og missti út 5-6 vikur í röð. Ég var svekktur með það í fyrra en mér líður mjög vel núna."
Pablo fannst að Heiðar Ægisson hefði átt að fá rautt spjald þegar hann fór í Birni Snæ Ingason í seinni hálfleik. „Frá mér séð, en Helgi dómari dæmdi vel og hann sagði að Heiðar hefði reynt að taka löppina til baka. Það er bara allt í lagi, bara línan í sumar," sagði miðjumaðurinn.
Athugasemdir