Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
   mán 10. apríl 2023 23:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pablo Punyed: Þetta er strax betra en í fyrra
Pablo í baráttunni við Hilmar Árna í leiknum í kvöld.
Pablo í baráttunni við Hilmar Árna í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gott að fá (þrjú) stig á útivelli. Í fyrra fengum við bara eitt stig á móti Stjörnunni í þremur leikjum. Þetta er strax betra en í fyrra," sagði Pablo Punyed, miðjumaður Víkings, eftir leikinn gegn Stjörnunni í kvöld.

„Já, byrja vel á móti þeim og öllum, við tökum bara einn leik í einu. Við þurftum að sinna báðum þáttum leiksins í dag, með bolta og án bolta, og við gerðum þetta bara frábærlega."

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 Víkingur R.

Pablo var ánægðastur með ástríðuna í leikmönnum Víkings í leiknum. „'Passion', allir voru að leggja sig fram, allir að hlaupa fyrir hvorn annan. Þó að við gerðum mistök þá spiluðum við sem lið og það er ég ánægðastur með."

Nikolaj Hansen skoraði fyrsta mark Víkings í sumar. „Hann lítur mjög vel út, er núna fyrirliði og við erum allir á bakvið hann."

Pablo lagði upp seinna markið með hornspyrnu. „Þetta er ein af útfærslunum, við leggjum mikið upp úr föstum leikatriðum og það kom mark strax í fyrsta leik sem er náttúrulega bara geggjað."

Hann var spurður hvort að Víkingar hefðu verið svekktir með síðasta tímabil þar sem niðurstaðan varð 3. sæti og bikarmeistaratitill. „Já og nei. Það er alltaf erfitt eftir að hafa unnið bikarinn að rífa menn í gang í deildinni [innskot: bikarúrslitaleikurinn fór fram þegar fimm umferðir voru eftir]. Blikarnir náðu mikilli forystu í fyrstu leikjunum."

El Salvadorinn missti út talsvert í byrjun síðasta tímabils. „Í fyrra meiddist ég strax eftir fyrsta leik og missti út 5-6 vikur í röð. Ég var svekktur með það í fyrra en mér líður mjög vel núna."

Pablo fannst að Heiðar Ægisson hefði átt að fá rautt spjald þegar hann fór í Birni Snæ Ingason í seinni hálfleik. „Frá mér séð, en Helgi dómari dæmdi vel og hann sagði að Heiðar hefði reynt að taka löppina til baka. Það er bara allt í lagi, bara línan í sumar," sagði miðjumaðurinn.
Athugasemdir