Stjórnvöld í Tyrklandi hafa sent kollegum sínum á Íslandi formlega kvörtun eftir það sem gerðist á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi.
Í samtali við Vísi staðfestir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins kvörtun frá sendiherra Tyrklands gagnvart Íslandi í Osló. Sveinn segir að málið sé til skoðunar hjá ráðuneytinu.
Utanríkisráðherra Tyrklands var ekki sáttur með það sem gerðist.
Í samtali við Vísi staðfestir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins kvörtun frá sendiherra Tyrklands gagnvart Íslandi í Osló. Sveinn segir að málið sé til skoðunar hjá ráðuneytinu.
Utanríkisráðherra Tyrklands var ekki sáttur með það sem gerðist.
Tyrknesku landsliðsmennirnir voru ósáttir með það hversu lengi þeir þurftu að bíða á flugvellinum í gær. Þeir þurftu að fara í gegnum vegabréfaskoðun og öryggisleit þar sem þeir voru að koma frá óvottuðum flugvelli í Konya.
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, segir að íslenska landsliðið hafi þurft að fara í gegnum svipað ferli fyrir nokkrum árum þegar það kom frá Konya.
Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, sagði í viðtali við Vísi að viðbrögð leikmanna Tyrklands um lengd á vegabréfaskoðun og öryggisleit hafi verið stórlega ýkt.
Leikmenn Tyrklands lýstu yfir óánægju sinni á samfélagsmiðlum og skapaði það mikla reiði á meðal stuðningsmanna. Þá er einnig mikil reiði vegna þess að einhver einstaklingur beindi þvottabursta að fyrirliða Tyrklands þegar hann var að ræða við fjölmiðlamenn í Leifsstöð.
Athugasemdir