
„Ísak er bara klár. Hann fór í ítarlega skoðun og það er bara allt í góðu. Það kom vel út," sagði Davíð Snorri Jónason, þjálfari U21 landsliðsins, við Fótbolta.net í hádeginu.
Ísak fann verk í bringunni og fór af velli í sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi og fór í skoðun á sjúkrahúsi.
Ísak fann verk í bringunni og fór af velli í sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi og fór í skoðun á sjúkrahúsi.
„Ég er bara góður. Það er allt eðlilegt og ég fékk leyfi til að hlaupa og æfa," sagði Ísak við Fótbolta.net fyrir æfinguna í dag. Mun hann taka þátt að fullu á æfingunni?
„Ég byrja kannski rólega og sé hvernig bringan tekur við sér. Vonandi verð ég bara með á allri æfingunni."
Þorleifur Úlfarsson er búinn að vera að glíma við veikindi og var ekki á æfingunni í dag en aðrir í hópnum eru klárir í slaginn.
Ísland er að fara í gríðarlega mikilvægan leik gegn Kýpur á Víkingsvelli annað kvöld í lokaumferð riðilsins í undankeppni EM. Ef Ísland vinnur og Portúgal vinnur Grikkland í leik sem fram fer á sama tíma þá kemst íslenska liðið í umspil um sæti í lokakeppni EM.
Á eftir koma inn viðtöl við Davíð og Ísak.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir