Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 10. júní 2024 15:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grealish farinn til Dúbaí
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: EPA
Jack Grealish er farinn í frí til Dúbaí eftir að hafa ekki verið valinn í enska landsliðið fyrir EM.

Grealish var í 33 manna æfingahópi Englendinga en hann var einn af sjö sem komust ekki í gegnum niðurskurðinn.

Grealish er því farinn í sumarfrí en þessi mikli partýgosi er farinn til Dúbaí þar sem hann ætlar að vera í fríi ásamt bróður sínum og nokkrum vinum.

„Jack ætlar sér að njóta þess að vera óvænt í fríi," segir heimildarmaður götublaðsins The Sun.

Grealish átti ekki gott tímabil með Englandsmeisturum Manchester City en hann var samt sagður sjokkeraður á því að hafa ekki verið valinn í enska landsliðið fyrir EM.
Athugasemdir
banner
banner
banner