Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
fimmtudagur 26. desember
Championship
Blackburn - Sunderland - 15:00
Bristol City - Luton - 15:00
Coventry - Plymouth - 15:00
Derby County - West Brom - 17:30
Middlesbrough - Sheff Wed - 15:00
Norwich - Millwall - 15:00
Oxford United - Cardiff City - 15:00
Preston NE - Hull City - 15:00
Sheffield Utd - Burnley - 15:00
Stoke City - Leeds - 20:00
Swansea - QPR - 15:00
Watford - Portsmouth - 15:00
Úrvalsdeildin
Bournemouth - Crystal Palace - 15:00
Chelsea - Fulham - 15:00
Liverpool - Leicester - 20:00
Man City - Everton - 12:30
Newcastle - Aston Villa - 15:00
Nott. Forest - Tottenham - 15:00
Southampton - West Ham - 15:00
Wolves - Man Utd - 17:30
mán 10.jún 2024 13:15 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spáin fyrir C-riðil á EM: Baulaðir af velli í kveðjupartýinu

Evrópumótið í fótbolta hefst næsta föstudag og er spennan heldur betur að magnast fyrir mótinu. Á næstu dögum höldum við áfram að hita upp fyrir riðlakeppnina með því að birta fréttir um hvern riðil. Núna er komið að C-riðlinum en liðin í þeim riðli eru:

Slóvenía
Danmörk
Serbía
England

Englendingar töpuðu fyrir Íslandi í síðasta leik sínum fyrir EM.
Englendingar töpuðu fyrir Íslandi í síðasta leik sínum fyrir EM.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gareth Southgate er ekki allra.
Gareth Southgate er ekki allra.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harry Kane er lykilmaður fyrir England, þeirra markahæsti maður og þeirra fyrirliði.
Harry Kane er lykilmaður fyrir England, þeirra markahæsti maður og þeirra fyrirliði.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kobbie Mainoo, mjög spenanndi.
Kobbie Mainoo, mjög spenanndi.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bellingham var ekki með gegn Íslandi. Einn besti leikmaður í heimi.
Bellingham var ekki með gegn Íslandi. Einn besti leikmaður í heimi.
Mynd/Getty Images
Danir ollu vonbrigðum á HM í Katar.
Danir ollu vonbrigðum á HM í Katar.
Mynd/Getty Images
Kasper Hjulmand.
Kasper Hjulmand.
Mynd/EPA
Christian Eriksen er áfram mjög mikilvægur danska landsliðinu.
Christian Eriksen er áfram mjög mikilvægur danska landsliðinu.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Rasmus Höjlund leiðir sóknarlínuna.
Rasmus Höjlund leiðir sóknarlínuna.
Mynd/EPA
Úr leik Danmerkur og Englands í undanúrslitunum á EM 2020.
Úr leik Danmerkur og Englands í undanúrslitunum á EM 2020.
Mynd/EPA
Serbunum er spáð þriðja sæti í þessum riðli.
Serbunum er spáð þriðja sæti í þessum riðli.
Mynd/EPA
Dragan Stojkovic, þjálfari Serbíu.
Dragan Stojkovic, þjálfari Serbíu.
Mynd/Getty Images
Mitrovic er magnaður markaskorari.
Mitrovic er magnaður markaskorari.
Mynd/EPA
Svo eru þeir með Vlahovic líka.
Svo eru þeir með Vlahovic líka.
Mynd/Getty Images
Tadic er mikilvægur fyrir Serbíu.
Tadic er mikilvægur fyrir Serbíu.
Mynd/EPA
Slóvenar eru fyrirfram lakasta liðið í riðlinum.
Slóvenar eru fyrirfram lakasta liðið í riðlinum.
Mynd/EPA
Matjaz Kek, landsliðsþjálfari Slóveníu.
Matjaz Kek, landsliðsþjálfari Slóveníu.
Mynd/EPA
Það væru örugglega flest lið til í að hafa Oblak í marki sínu.
Það væru örugglega flest lið til í að hafa Oblak í marki sínu.
Mynd/Getty Images
Sesko er núna orðaður við stærstu félög Evrópu.
Sesko er núna orðaður við stærstu félög Evrópu.
Mynd/Getty Images
Geta Slóvenar komið á óvart á þessu móti?
Geta Slóvenar komið á óvart á þessu móti?
Mynd/EPA
Úr vináttulandsleik Englands og Íslands á dögunum.
Úr vináttulandsleik Englands og Íslands á dögunum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjá einnig:
Allir riðlarnir á EM skoðaðir með Gunna Birgis og Jóa Ástvalds

1. England
Staða á heimslistanum: 4
„Þetta gæti verið góð vakning fyrir alla til að átta sig á því að þetta verður ekki eins auðvelt og fólk heldur. Það er mikil vinna framundan," sagði Harry Kane, fyrirliði Englands, eftir ansi óvænt tap gegn Íslandi í vináttulandsleik síðasta föstudagskvöld. Þeir voru baulaðir af velli í kveðjupartýinu sínu. Það hlýtur að hafa verið ansi góð vakning fyrir Englendinga um að þeir geti ekki mætt værukærir til Þýskalands þó fólk sé að tala lið þeirra upp. Þeir munu örugglega spila svipaða leiki í þessum riðli og þeir gerðu gegn Íslandi; það er að segja að þeir munu mæta liðum sem erfitt er að brjóta niður. Í þeim leikjum verða þeir að skapa meira, því þeir voru bara heppnir að tapa ekki stærra gegn Íslandi. England á að vera með eitt sterkasta liðið í þessari keppni og allt annað en undanúrslit verða mikil vonbrigði. Kemur fótboltinn loksins heim? Það virðist vera spurningin endalausa.

Þjálfarinn: Gareth Southgate
Er svo sannarlega ekki allra. Margir telja hann spila leiðinlegan fótbolta og ekki vera nægilega góðan þjálfara til að fara með þetta lið alla leið á stórmóti. Hann á enn eftir að sanna að hann geti gert það, en það sem hann hefur gert er að hann hefur sameinað liðið og byggt upp meiri jákvæðni í gegnum fjölmiðla. Hann hefur verið orðaður við Manchester United og spurning hvort þetta sé hans síðasta stórmót með enska landsliðið.

Lykilmaður: Harry Kane
Fyrirliðinn og markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins. Raðaði inn mörkum fyrir Bayern München á tímabilinu sem var að líða og ætti að koma sjóðandi heitur inn í þetta mót, þó hann hafi klúðrað algjöru dauðafæri gegn Íslandi. Englendingar þurfa á hans mörkum að halda á þessu móti. Líklega er hann besti sóknarmaður í heimi í dag.

Fylgist með: Kobbie Mainoo
Það sáu það flestir Íslendingar hversu góður Mainoo er í ensku úrvalsdeildinni núna eftir áramót. Spilaði mikið á undirbúningstímabilinu með Manchester United og átti þar meðal annars frábæran leik gegn Arsenal, en hann meiddist og var lengi frá. Þegar hann sneri aftur þá sást það fljótt hversu mikið er spunnið í Mainoo. Hann er ótrúlega yfirvegaður miðað við aldur og sér leikinn alveg ótrúlega vel. Mainoo er óhræddur og á köflum lítur það út fyrir að blóðið renni ekki í honum. Er með frábærar sendingar og með mikla yfirsýn. Líka með góðan skotfót. Paul Scholes sagði á dögunum að Mainoo væri miklu betri en hann var nokkurn tímann á þessum aldri og það segir bara allt sem segja þarf.



2. Danmörk
Staða á heimslistanum: 21
Danmörk komst í undanúrslitin á Evrópumótinu fyrir þremur árum og varð að liði fólksins eftir að Christian Eriksen hneig niður í fyrsta leiknum. En eftir EM 2020 hefur leiðin einnhvern veginn legið niður á við. Í undankeppninni fyrir þetta mót var Danmörk í frekar einföldum riðli og tókst að vinna hann, en liðið virðist ekki alveg vera búið að hrista af sér vonbrigðin frá HM í Katar. Danmörk féll þar úr leik í riðlakeppninni. Danir hafa reynt mikið að finna taktinn og hafa litið ágætlega út í síðustu leikjunum fyrir EM. Spurning hvort þeir séu að toppa á réttum tíma.

Þjálfarinn: Kasper Hjulmand
Þjálfari sem er með sterka hugmyndafræði um hvernig hann vill spila fótbolta. Hann hefur núna stýrt danska landsliðinu frá 2020 og gerði frábærlega á EM fyrir þremur árum, en ekki eins vel í Katar á HM. Einhverjir veltu því fyrir sér hvort að hann væri kominn á endastöð með liðið eftir HM en hann ákvað að halda áfram þrátt fyrir áhuga frá félagsliðum. Það hafa upp á síðkastið myndast umræður í dönsku samfélagi um slaka frammistöðu liðsins en danska knattspyrnusambandið hefur trú á Hjulmand og hann skrifaði nýverið undir samning fram að HM 2026.

Lykilmaður: Christian Eriksen
Þrátt fyrir að það sé farið að hægjast verulega á honum - og það skiljanlega - þá er Christian Eriksen enn lykilmaður í danska landsliðinu. Hraðinn er ekki mikill en hann er enn með töframátt í fótunum og getur galdrað eitthvað fram þegar danska liðið þarf á því að halda. Mun líklega spilar framar hjá Danmörku en hann hefur gert hjá Manchester United upp á síðkastið.

Fylgist með: Rasmus Höjlund
Annar leikmaður Man Utd. Höjlund átti erfitt uppdráttar á köflum á sínu fyrsta tímabili með United en hann sýndi líka hvers hann er megnugur inn á milli. Hann er afar sterkur og fljótur sóknarmaður sem hefur alla burði til að vera einn af bestu sóknarmönnum í heimi. Hann er enn ungur en danska landsliðið vonast eflaust til að hann muni setja nokkur mörkin í sumar.



3. Serbía
Staða á heimslistanum: 33
Sálfræðingur, það sem er það sem serbneska fótboltalandsliðið hefur þurft mest á að halda á síðustu stórmótum. Ekki hefur vantað fótboltagæðin en það hefur vantað að hafa hausinn rétt stilltan. Liðið vann sigur á Portúgal til að loka undankeppni HM 2022, en svo fóru væntingarnar alveg með liðið á HM í Katar. Það gekk ekkert upp, hausinn fór í kex og heitir stuðningsmennirnir - sem eru margir hverjir bullur hjá annað hvort með Red Star eða Partizan - voru brjálaðir. Liðið var slakt í undankeppninni en náði að slefa inn á mótið. Núna eru einhvern veginn engar væntingar þrátt fyrir að það séu gæði í hópnum, og kannski mun það bara hjálpa liðinu að ná árangri. Það að enginn í heimalandinu hafi trú, kannski hjálpar það. Þetta verður ótrúlegt en satt fyrsta Evrópumót Serbíu frá því landið fékk sjálfstæði aftur árið 2006.

Þjálfarinn: Dragan Stojkovic
Var á sínum tíma fyrirliði landsliðs Júgóslavíu og var hann öflugur miðjumaður á sínum ferli með mikinn karakter. Sem þjálfari er ferilskráin kannski ekki eins öflug en hann þjálfaði í Japan og Kína áður en hann tók við landsliði Serbíu árið 2021. Hann hefur mátt sæta gagnrýni sem landsliðsþjálfari þar sem liðið hefur ekki þótt nógu skipulagt undir hans stjórn. Hann telur að Serbía geti alltaf skorað fleiri mörk en andstæðingurinn, en sú er ekki raunin yfirleitt. Nemanja Vidic, fyrrum varnarmaður Manchester United, gagnrýndi það fyrir stuttu á hversu háum launum Stojkovic væri á, en hann svaraði með því að segja: „Ég hef unnið mér inn fyrir þessu öllu."

Lykilmaður: Aleksandar Mitrovic
Raðar inn mörkum hvert sem hann fer, hvort sem það er enska úrvalsdeildina eða Sádi-Arabía. Hefur skorað 58 mörk í 91 landsleik og hefur gert 40 mörk í 43 leikjum með Al-Hilal eftir félagaskipti sín þangað síðasta sumar. Serbía er líka með Dusan Vlahovic, einn besta sóknarmann ítölsku úrvalsdeildarinnar, í sínu liði en hann byrjar líklega á bekknum. Mögnuð gæði sem þetta serbneska lið er með fremst á vellinum.

Fylgist með: Lazar Samardzic
Valdi að spila fyrir Serbíu frekar en Þýskaland og því var vel fagnað í Belgrad. Það er litið á Samardzic sem arftaka Dusan Tadic í framtíðinni þegar kemur að sköpun og sóknaráhrifa á liðið. Samardzic hefur verið að leika vel með Udinese á Ítalíu og munu eflaust njósnarar fylgjast vel með honum þegar hann fær tækifæri á þessu móti.



4. Slóvenía
Staða á heimslistanum: 57
Síðast og síst er það Slóvenía sem mun reyna að stríða hinum liðunum í þessum riðli. Þetta er í annað sinn sem Slóvenía kemst á Evrópumót - fóru síðast árið 2000 - og í heildina fjórða sinn þeirra á stórmóti en þeir hafa aldrei komist upp úr riðli sínum. Það er erfitt að sjá það breytast núna. Þeir elska það samt að vera það lið sem enginn hefur trú. Þeir eru góðir að verjast og eru vel skipulagðir. Þeir spila 4-4-2 og við Íslendingar þekkjum það vel hversu gott það er að verjast í því kerfi ef það er gert vel. Þó enginn hafi trú á þeim í þessum riðli, þá gæti Slóvenía komið á óvart með því að stríða hinum liðunum.

Þjálfarinn: Matjaz Kek
Tók við slóvenska landsliðinu í annað sinn árið 2018 með það að markmiði að koma liðinu aftur á stórmót. Hann gerði það fyrst 2010 þegar hann kom Slóveníu inn á HM í Brasilíu. Þessi 62 ára gamli þjálfari er einn sá virtasti í heimalandinu eftir að hafa unnið titla með Maribor sem bæði þjálfari og leikmaður. Hans stærsta afrek í þjálfun kom þó árið 2017 þegar hann stýrði Rijeka óvænt til sigurs í króatísku úrvalsdeildinni.

Lykilmaður: Jan Oblak
Það er eitthvað með Slóveníu og markverði. Slóvenar þurfa að vera þéttir fyrir á þessu móti en fyrir aftan tíu varnarmenn eru þeir með einn besta markvörð í heimi og það mun skipta miklu máli. Oblak hefur sýnt það í mörg ár með Atletico Madrid hversu sterkur markvörður hann er. Það væru flestöll liðin á þessu móti til í að vera með Oblak í rammanum hjá sér.

Fylgist með: Benjamin Sesko
Eins og flestir vita er þessi stóri og stæðilegi framherji sterklega orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal og það er ekki að ástæðulausu. Sesko skoraði 14 mörk fyrir Leipzig í Þýskalandi á nýliðnu tímabili og er aðeins 21 árs gamall. Hann gæti verið þessi framherji sem að Arteta er að leita að til að leysa sín vandamál með framherjastöðuna. Hann gæti verið sá maður sem leyfir Slóvenum að dreyma um að komast langt í þessari keppni. Er stór og sterkur sóknarmaður sem kann að skora mörk.



Leikjadagskrá
sunnudagur 16. júní
16:00 Slovenia - Danmörk
19:00 Serbía - England

fimmtudagur 20. júní
13:00 Slovenia - Serbía
16:00 Danmörk - England

þriðjudagur 25. júní
19:00 England - Slovenia
19:00 Danmörk - Serbía

Sjá einnig:
Spáin fyrir A-riðil á EM: Mun pressan fara alveg með þá?
Spáin fyrir B-riðil á EM: Hvaða menn eru þetta eiginlega?
Athugasemdir
banner
banner