Rashford vill fara til Barcelona - Man Utd gæti reynt að skipta á Rashford og Osimhen - Ferguson og Williams orðaðir við Arsenal
   mið 10. júlí 2019 21:30
Magnús Már Einarsson
Kristján Flóki á leið í KR
Kristján Flóki Finnbogason.
Kristján Flóki Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Flóki Finnbogason, framherji Start, er á leið í KR samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

FH vildi einnig fá Kristján Flóka í sínar raðir en KR er að vinna kapphlaupið um hann. KR mun kaupa Kristján Flóka í sínar raðir.

Kristján Flóki er 24 ára gamall en hann skoraði átta mörk í fjórtán leikjum í Pepsi-deildinni 2017 áður en Start keypti hann í ágúst það ár.

Kristján Flóki hefur ekki átt fast sæti í liði Start á þessu tímabili en hann hefur leikið tíu leiki í norsku B-deildinni og þar af tvo í byrjunarliðinu.

Á síðasta tímabili var Kristján Flóki á láni hjá Brommapojkarna þar sem hann skoraði tvö mörk í sænsku úrvalsdeildinni.

KR er með sjö stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar en liðið mætir Molde í Evrópudeildinni annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner