Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. ágúst 2022 22:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sveinn Þór: Stjórnin tók þessa ákvörðun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir tæplega mánuði síðan var tilkynnt að Sveinn Þór Steingrímsson væri hættur sem þjálfari Magna, samkomulag var gert um riftun á samningi hans við félagið. Breyttar aðstæður og búferlaflutningar Sveins og fjölskyldu til Kefavíkur urðu samkvæmt tilkynningu Magna til þess að hann lét af störfum.

Magni var á þeim tímapunkti með sex stig í næstneðsta sæti 2. deilar eftir ellefu leiki. Óskar Bragason, fyrrum þjálfari Dalvíkur/Reynis og fyrrum aðstoðarþjálfari KA, var ráðinn þjálfari Magna. Fjórum umferðum síðar er Magni í neðsta sæti með níu stig, sex stigum frá öruggu sæti.

Fótbolti.net heyrði í Sveini í gær og spurði hann út í viðskilnaðinn.

„Það er eitthvað sem þarf að spyrja stjórnina að, ég fékk ekki þau skilaboð að þetta tengdist stöðu liðsins í deildinni. Þetta væri bara óöryggi með þennan tíma þar sem ég væri að flytja suður, hvernig það yrði ef ég væri ekki á staðnum á öllum æfingum og slíkt. Við vorum ekki búnir að funda neitt almennilega með þetta, stjórnin tók þessa ákvörðun," sagði Sveinn. Tímabilinu í 2. deild lýkur laugardaginn 17. september.

Sveinn var ekki fluttur suður þegar tilkynningin var gefin út.

„Nei, ég átti ekki að flytja fyrr en um miðjan ágústmánuð og átti fæðingarorlof fram til 5. september. Þannig ég var byrjaður að skipuleggja mig fram í tímann svo ég gæti verið sem mest fyrir norðan. Við vorum ekkert búnir almennilega að funda með þetta, stjórnin fundaði sjálf og það var óöryggi með óvissuna. Ég skil það alveg en ég hefði samt viljað klára þetta verkefni. Það voru allavega skilaboðin sem ég fékk að þetta hefði ekkert með stöðu liðsins að gera."

Nánar var rætt við Svein um árin hjá Magna og verður sá hluti birtur á morgun.
Athugasemdir
banner
banner