Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 10. september 2020 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd semur við enska landsliðskonu (Staðfest)
Alessia Russo.
Alessia Russo.
Mynd: Getty Images
Kvennalið Manchester United heldur áfram að styrkja sig fyrir baráttuna í ensku úrvalsdeildinni.

Félagið fékk fyrr í vikunni tvo bandaríska heimsmeistara, þær Christen Press og Tobin Heath, til sín og núna hefur enska landsliðskonan Alessia Russo samið við félagið.

Hin 21 árs gamla Russo hefur undanfarin þrjú ár verið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum en hún hefur núna gert tveggja ára samning við Man Utd með möguleika á einu ári til viðbótar. Hún leikur sem framherji.

Russo spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrr á árinu og er í æfingahóp núna í þessum mánuði.

Man Utd gerði jafntefli við Chelsea í fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni en liðið ætlar sér að blanda sér í titilbaráttuna eftir að hafa endað í fjórða sæti í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner