Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
   fös 10. september 2021 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Napoli tekur á móti Juve
Ítalski boltinn fer aftur af stað á morgun þegar Empoli og Venezia eigast við í nýliðaslag.

Arnór Sigurðsson og Bjarki Steinn Bjarkason eru hjá Íslendingaliði Venezia og verður áhugavert að fylgjast með hvort þeir fái tækifæri á tímabilinu. Arnór er búinn að koma inn af bekknum í tveimur fyrstu leikjum tímabilsins en Bjarki Steinn var ekki í hóp í síðustu umferð þrátt fyrir að hafa verið valinn fyrir fyrstu umferð.

Venezia er án stiga með markatöluna 0-5 og vonandi tekst Feneyingum að snúa þessu slæma gengi við hið snarasta.

Napoli og Juventus eigast svo við í stórleik þar á eftir skömmu áður en Atalanta og Fiorentina takast á í viðureign sem lofar mikið af mörkum.

Laugardagurinn hefst fyrir hádegi þegar Sampdoria mætir Inter og svo á AC Milan leik við Lazio áður en lærisveinar Jose Mourinho í Roma mæta skemmtilegu og sóknarglöðu liði Sassuolo.

Bologna og Verona eigast að lokum við í mánudagsleiknum.

Laugardagur:
13:00 Empoli - Venezia
16:00 Napoli - Juventus
18:45 Atalanta - Fiorentina

Sunnudagur:
10:30 Sampdoria - Inter
13:00 Cagliari - Genoa
13:00 Spezia - Udinese
13:00 Torino - Salernitana
16:00 Milan - Lazio
18:45 Roma - Sassuolo

Mánudagur:
18:45 Bologna - Verona
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 19 14 1 4 42 17 +25 43
2 Milan 19 11 7 1 30 15 +15 40
3 Juventus 20 11 6 3 32 16 +16 39
4 Napoli 19 12 3 4 30 17 +13 39
5 Roma 20 13 0 7 24 12 +12 39
6 Como 19 9 7 3 27 13 +14 34
7 Atalanta 20 8 7 5 25 19 +6 31
8 Lazio 20 7 7 6 21 16 +5 28
9 Bologna 19 7 6 6 26 20 +6 27
10 Udinese 20 7 5 8 22 32 -10 26
11 Sassuolo 20 6 5 9 23 27 -4 23
12 Torino 20 6 5 9 21 32 -11 23
13 Cremonese 20 5 7 8 20 28 -8 22
14 Parma 19 5 6 8 14 22 -8 21
15 Genoa 20 4 7 9 22 29 -7 19
16 Cagliari 20 4 7 9 21 30 -9 19
17 Lecce 19 4 5 10 13 27 -14 17
18 Fiorentina 20 2 8 10 21 31 -10 14
19 Pisa 20 1 10 9 15 30 -15 13
20 Verona 19 2 7 10 15 31 -16 13
Athugasemdir
banner
banner
banner