Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
   þri 10. september 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Orri Steinn spenntur að mæta Real Madrid um helgina
Orri Steinn í leiknum gegn Getafe
Orri Steinn í leiknum gegn Getafe
Mynd: Getty Images

Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson gekk til liðs við Real Sociedad á lokadegi félagaskiptagluggans í sumar en hann lék sinn fyrsta leik fyrir liðið daginn eftir.


Hann spilaði uþb hálftíma þegar Sociedad gerði markalaust jafntefli gegn Getafe. Hann er feginn að fá smá tíma til að aðlagast betur á næstu dögum en það er stórt verkefni fyrir höndum um helgina þar sem Real Madrid kemur í heimsókn.

Orri Steinn ræddi við Fótbolta.net eftir tap íslenska landsliðsins gegn Tyrklandi í gær en þar var hann spurður út í Sociedad.

„Það verður fínt að koma til baka og fá aðeins meiri tíma til að aðlagast og kynnast strákunum betur. Maður fær smá byrjunarreit þar. Síðan er bara Real Madrid á laugardaginn, það verður mjög skemmtilegt. Ég hlakka til að fá stað til að búa á og kynnast öllum betur," sagði Orri Steinn.


Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Athugasemdir
banner
banner