Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 10. október 2020 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mætum ekki Kiraly og Gera í þetta sinn
Síðasti leikur gegn Ungverjum endaði með miklu svekkelsi
Icelandair
Kiraly er ekki lengur í markinu hjá Ungverjum.
Kiraly er ekki lengur í markinu hjá Ungverjum.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Stuðningsmenn Ungverja voru með læti í Frakklandi.
Stuðningsmenn Ungverja voru með læti í Frakklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjö úr byrjunarliði Íslands í gær byrjuðu gegn Ungverjum árið 2016.
Sjö úr byrjunarliði Íslands í gær byrjuðu gegn Ungverjum árið 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þann 12. nóvember næstkomandi verður stærsti leikur ársins hjá íslenska karlalandsliðinu þegar við mætum Ungverjalandi í úrslitaleiknum í umspili fyrir EM.

Leikurinn fer fram í Búdapest í Ungverjalandi og sigurliðið vinnur sér þáttökurétt á EM næsta sumar. Ef Ísland vinnur verður það þriðja stórmótið í röð sem við förum á.

Ísland og Ungverjaland hafa mæst 11 sinum í A-landsliðum karla. Ísland hefur unnið þrisvar, einu sinni hefur verið jafntefli og Ungverjaland hefur unnið sjö sinnum. Sigurleikir Íslands komu 1992, 1993 og 1995.

Síðasti leikur þjóðanna tveggja fór fram árið 2016 í Frakklandi, í riðlakeppni Evrópumótsins. Það er eini leikur Íslands og Unverjalands sem hefur endað með jafntefli.

Leikurinn árið 2016
Ísland 1 - 1 Ungverjaland (18. júní)
1-0 Gylfi Þór Sigurðsson (´39, víti )
1-1 Birkir Már Sævarsson (88, sjálfsmark )
Lestu nánar um leikinn

Ísland komst yfir í fyrri hálfleik þegar Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr vítaspyrnu framhjá Gabor Kiraly í gráu buxunum. Vítaspyrnan var dæmd eftir að brotið var á Aroni Einari Gunnarssyni í kjölfarið á hornspyrnu.

Ungverjar sóttu stíft undir lokin og uppskáru jöfnunarmark á 88. mínútu. Ungverjar komust þá upp hægra megin og áttu fyrirgjöf sem Birkir Már Sævarsson stýrði í netið þegar hann reyndi að koma í veg fyrir að boltinn myndi berast á mann á fjæstönginni.

Tryllt fagnaðarlæti Ungverja urðu til þess að smá töf varð á leiknum en blysum var hent inn á völlinn og talsverður reykur myndaðist í kjölfarið.

Í viðbótartíma fékk íslenska liðið möguleika á að tryggja sér sigurinn. Gylfi Þór Sigurðsson átti aukspyrnu rétt fyrir utan teig en boltinn fór í varnarvegginn. Þaðan fór boltinn á Eið Smára Guðjohnsen sem skaut í varnarmann og horn. Í kjölfarið var flautað af.

Þetta var mjög svekkjandi jafntefli. Ungverjar tryggðu sér farseðilinn í 16-liða úrslit, en Íslendingar gerðu það í næsta leik með eftirminnilegum sigri á Austurríki.

Sjá einnig:
EM ævintýri Íslands - Ólæti Ungverja og svekkjandi jafntefli



Hefur margt breyst frá síðasta leik
Það er ekki hægt að segja að rosalega margt hafi breyst hjá íslenska landsliðinu frá leiknuim 2016. Liðið er enn með sama kjarna og byrjuðu sjö þeirra leikmanna sem byrjuðu alla leikina á EM, í leiknum gegn Rúmeníu í gær.

Það hefur aðeins meira breyst hjá Ungverjum. Gabor Kiraly, sem var frægur fyrir að spila í gráum joggingbuxum, er hættur í fótbolta og það sama á við um miðjumanninn Zoltan Gera. Af þeim sem byrjuðu gegn Íslandi eru aðeins tveir í núverandi leikmannahóp liðsins, nafnarnir Adam Lang og Adam Nagy.

Það hafa orðið breytingar en í núverandi hóp liðsins, hópnum sem fór í leikinn gegn Búlgaríu á fimmtudag og vann 3-1, eru líklega stærstu nöfnin Willi Orban og Peter Gulasci, leikmenn RB Leipzig í Þýskalandi. Í hópnum eru ekki stærstu fótboltanöfn alheimsins, en liðið má alls ekki vanmeta.
Athugasemdir
banner
banner