Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   lau 10. október 2020 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sara Björk að snúa til baka eftir meiðsli
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir hefur ekki spilað síðan 11. september með Evrópumeisturum Lyon.

Fram kemur á vefsíðunni Foot Feminin að hún hafi verið að glíma við meiðsli.

Hún verður ekki með Lyon þegar liðið mætir Dijon í frönsku úrvalsdeildinni en sagt er á franska vefmiðlinum Lyon Sports Actu að hún sé byrjuð aftur að æfa sem eru mjög góð tíðindi.

Sara er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Svíþjóð þann 27. október næstkomandi í hreinum úrslitaleik um efsta sæti riðilsins í undankeppni EM. Sara verður eflaust klár í slaginn þar.

Hægt er að skoða landsliðshópinn hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner