Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
   fös 10. október 2025 20:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Einkunnir Íslands - Ömurlegt októberkvöld
Eimskip
Albert Guðmundsson fagnar marki.
Albert Guðmundsson fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hákon Arnar var í skrítnu hlutverki lengi vel.
Hákon Arnar var í skrítnu hlutverki lengi vel.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðlaugur Victor átti mjög erfitt uppdráttar.
Guðlaugur Victor átti mjög erfitt uppdráttar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland þurfti að sætta sig við ömurlegt tap gegn Úkraínu í undankeppni HM í kvöld.

Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net úr leiknum.

Elías Rafn Ólafsson - 4
Hann var rosalega langt frá því að verja mörkin sem komu utan af velli. Góð skot en miðað við rammann sem er á honum þá hefði maður haldið að hann yrði nær. Má líka sýna meira vald í teignum.

Guðlaugur Victor Pálsson - 2
Fann sig engan veginn. Hraðinn farinn að minnka og var alls ekki traustur varnarlega. Úkraína var að nýta sér það mikið að sækja á hann í fyrri hálfleik. Ótrúlegt að hann hafi ekki verið tekinn út af en það gekk ekkert upp hjá honum.

Sverrir Ingi Ingason - 4
Hefði mátt vera sterkari í fyrri hálfleiknum en steig aðeins upp í þeim seinni.

Daníel Leó Grétarsson - 3
Virkaði svolítið stressaður í byrjun leiks og gekk illa að skalla frá. Var ekki alveg nógu öflugur.

Mikael Egill Ellertsson - 4
Skoraði fyrsta mark Íslands af miklu harðfylgi en núllaði sig eiginlega út með hörmulegum mistökum. Fann sig annars ekki neitt sérlega mikið í leiknum.

Ísak Bergmann Jóhannesson - 3
Gerði skelfileg mistök í þriðja marki Úkraínu og hefði mátt hlaupa til baka af meiri krafti í því marki. Í raun óboðlegt það mark og setti íslenska liðið í hræðilega stöðu. Átti erfitt uppdráttar í dag.

Hákon Arnar Haraldsson - 5
Leikplanið að Hákon væri alltaf að koma niður að sækja boltann var svolítið skrítið og það kom ekki mikið út úr því. Er miklu betri þegar hann er nær markinu og lagði upp í seinni hálfleik. Hefði klárlega mátt vera betri varnarlega.

Sævar Atli Magnússon - 5
Gaf sig allann í verkefnið en það var ekki við öðru að búast. Hefði líklega viljað tengja betur sóknarlega.

Albert Guðmundsson - 7
Skoraði tvö mörk fyrir Ísland en þegar það var eitthvað hættulegt að gerast þá var hann yfirleitt í hringiðunni. Mikil gæði sem hann býr yfir.

Jón Dagur Þorsteinsson - 4
Átti alls ekki sinn besta dag úti hægra megin og komst lítið í takt við þennan leik.

Andri Lucas Guðjohnsen - 4
Vorum lítið að finna Andra í þessum leik og það var miður. Hann fylgdi ekki manninum nægilega vel í fjórða marki Úkraínu.

Varamenn:
Logi Tómasson - 5
Kristian Nökkvi Hlynsson - 5
Aðrir spiluðu ekki nóg til að fá einkunn.
Athugasemdir