
Marokkó mætir Portúgal í 8 liða úrslitum í dag. Marokkó hefur komið gríðarlega á óvart í keppninni en liðið vann F-riðil á kostnað Króatíu og Belgíu.
Þá fór liðið í 16-liða úrslitu og sló Spán úr leik.
Walid Regragui þjálfari Marokkó er ekki hræddur við neitt og er bjartsýnn á sigur gegn Portúgal.
„Við erum hér til að sýna fólki að draumar geta ræst. Við erum á vegferð, þú hefur ekki séð Marokkó 100% ennþá en við erum tilbúnir að komast á hæsta stig. Öll Afríka, allir Arabar styðja við bakið á okkur. Leikmennirnir eru hungraðir. Við getum þetta, af hverju ekki?" sagði Regragui.
Athugasemdir