Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
   þri 10. desember 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Risaslagir á Ítalíu og í Þýskalandi
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er gríðarlega spennandi dagskrá í Meistaradeild Evrópu í dag og í kvöld þar sem fjörið hefst á Spáni þegar Girona tekur á móti toppliði Liverpool sem er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir.

Girona hefur ekki átt góðu gengi að fagna og er spútnik lið síðasta tímabils í spænsku deildinni aðeins komið með þrjú stig í frumraun sinni í Meistaradeildinni, eftir fjóra tapleiki og einn sigur.

Atalanta mætir svo Real Madrid í stórleik í kvöld, þar sem ríkjandi Evrópudeildarmeistarar mæta sigurvegurum Meistaradeildarinnar frá því í fyrra. Úrslitaleikur Ofurbikars Evrópu er því endurtekinn í kvöld en í þeirri viðureign hafði Real Madrid betur með tveimur mörkum gegn engu.

Liðin hafa mæst þrisvar sinnum í sögunni og alltaf hafa Madrídingar haft betur, en þessi viðureign í kvöld er gríðarlega mikilvæg fyrir stjörnum prýtt lið Real Madrid sem er aðeins búið að safna sér 6 stigum eftir 5 umferðir. Atalanta hefur gengið betur og eru Ítalirnir í fimmta sæti sem stendur - enn taplausir og með 11 stig.

Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen mæta á sama tíma Ítalíumeisturum Inter í stórleik en bæði lið hafa farið vel af stað í Meistaradeildinni í haust.

Inter hefur enn ekki fengið mark á sig í Meistaradeildinni og er í öðru sæti með 13 stig, þremur stigum meira heldur en Leverkusen.

PSG heimsækir Salzburg og þarf sigur í Austurríki eftir hörmulega byrjun í Meistaradeildinni, en franska stórveldið er aðeins komið með 4 stig.

RB Leipzig, sem er óvænt án stiga, tekur svo á móti Aston Villa á meðan FC Bayern heimsækir Shakhtar Donetsk.

Leikir dagsins
17:45 Dinamo Zagreb - Celtic
17:45 Girona - Liverpool
20:00 Atalanta - Real Madrid
20:00 Leverkusen - Inter
20:00 Brest - PSV
20:00 Club Brugge - Sporting
20:00 Salzburg - PSG
20:00 RB Leipzig - Aston Villa
20:00 Shakhtar D - Bayern
Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 PSG 3 3 0 0 7 1 +6 9
2 Inter 3 2 1 0 5 0 +5 7
3 Arsenal 3 2 1 0 4 0 +4 7
4 Bayern 2 2 0 0 8 2 +6 6
5 Real Madrid 2 2 0 0 7 1 +6 6
6 Barcelona 3 2 0 1 9 4 +5 6
7 Qarabag 2 2 0 0 5 2 +3 6
8 Dortmund 3 1 2 0 8 5 +3 5
9 Man City 3 1 2 0 4 2 +2 5
10 Atletico Madrid 3 1 1 1 7 4 +3 4
11 Newcastle 3 1 1 1 5 2 +3 4
12 Tottenham 2 1 1 0 3 2 +1 4
13 Napoli 3 1 1 1 2 3 -1 4
14 St. Gilloise 3 1 1 1 3 5 -2 4
15 Marseille 2 1 0 1 5 2 +3 3
16 Club Brugge 2 1 0 1 5 3 +2 3
17 Sporting 2 1 0 1 5 3 +2 3
18 Eintracht Frankfurt 2 1 0 1 6 6 0 3
19 Liverpool 2 1 0 1 3 3 0 3
20 Chelsea 2 1 0 1 2 3 -1 3
21 Atalanta 2 1 0 1 2 5 -3 3
22 Galatasaray 2 1 0 1 2 5 -3 3
23 Juventus 2 0 2 0 6 6 0 2
24 Bodö/Glimt 2 0 2 0 4 4 0 2
25 Leverkusen 3 0 2 1 3 4 -1 2
26 Villarreal 3 0 2 1 2 3 -1 2
27 FCK 3 0 2 1 2 4 -2 2
28 PSV 3 0 2 1 2 4 -2 2
29 Pafos FC 3 0 2 1 1 5 -4 2
30 Benfica 3 0 1 2 2 4 -2 1
31 Mónakó 2 0 1 1 3 6 -3 1
32 Slavia Prag 2 0 1 1 2 5 -3 1
33 Olympiakos 3 0 1 2 1 8 -7 1
34 Kairat 3 0 1 2 1 9 -8 1
35 Athletic 2 0 0 2 1 6 -5 0
36 Ajax 2 0 0 2 0 6 -6 0
Athugasemdir