Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 11. janúar 2020 11:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fótbolti á ekki að vera svona - Sjáðu VAR atvik gærkvöldsins
Mynd: Twitter
Jöfnunarmark West Ham, sem Robert Snodgrass, skoraði í uppbótartíma gegn Norwich í gærkvöldi var dæmt af eftir notkun á VAR.

Boltinn fór í hönd Declan Rice, leikmanns West Ham, í uppbyggingu fyrir mark Snodgrass. Snodgrass fagnaði af innlifun enda vissi hann að hann var ekki rangstæður en með VAR sást að boltinn fór í hönd Rice í undirbúningnum.

Declan Rice var ósáttur við VAR og David Moyes, stjóri West Ham, tók í sama streng. „„Við erum allir brjálaðir. Það eru allir að sturlast í klefanum," sagði Rice eftir leik.

„Ég er nokkuð viss um það að hver einasti leikmaður deildarinnar vilji ekki hafa VAR í leiknum. Það hafa verið svo margar fáránlega ákvarðanir á þessu tímabili. Þeir voru að fagna VAR eins og þetta væri mark og fótbolti á ekki að vera þannig. Við erum ekki ánægðir en þetta er í leiknum núna og við verðum bara að taka því," sagði Rice ennfremur.

„Sá sem skoðaði markið tók ranga ákvörðun því þetta átti að gilda. Hvað á a Declan að gera við hendurnar á sér, binda þær aftan fyrir bak?" Sagði Moyes í viðtali eftir leikinn. Atvikið má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner