Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   þri 11. janúar 2022 19:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Finnur riftir við Norrköping (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska félagið Norrköping hefur staðfest að Finnur Tómas Pálmason hefur rift samningi sínum við félagið.

Finnur gekk til liðs við félagið í janúar á síðasta ári frá KR en fór aftur í Vesturbæinn á láni síðasta sumar og lék með KR í Pepsi Max-deildinni.

Þessi tvítugi varnarmaður var í leikmannahópi Norrköping í fyrstu tveimur umferðum Allsvenskan en var utan hóps í síðustu tveimur leikjum liðsins. Hann hafði byrjað einn bikarleik í vetur en einnig glímt við meiðsli.

Finnur er í A-landsliðshópnum sem mætir Úganda á morgun og Suður Kóreu þann 15. janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner