Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   lau 11. febrúar 2023 15:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kórinn
Óskar Örn: Virkilega ósáttur við að spila á þurru skítagervigrasi
Óskar ræðir hér við Pablo Punyed, leikmann Víkinga.
Óskar ræðir hér við Pablo Punyed, leikmann Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson er mættur aftur í gula búninginn, hann er mættur aftur í Grindavík.

Óskar, sem er einn besti leikmaður í sögu íslenska boltans, gekk aftur í raðir Grindavíkur eftir síðustu leiktíð eftir að hafa síðast spilað fyrir félagið árið 2006. Hann lék í dag sinn fyrsta keppnisleik með Grindavík eftir endurkomuna.

„Það er mjög gaman," sagði Óskar er hann var spurður að því hvernig væri að vera kominn aftur í Grindavík. „Skrítið að segja það eftir svona skítaleik en að öðru leyti hefur þetta bara verið gaman."

Grindavík tapaði 4-0 gegn HK í fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum í dag. Leikið var inn í Kórnum en Óskar var ekki sáttur með aðstæður.

„Þessi völlur er ekki boðlegur. Ég er virkilega ósáttur við að spila á þurru skítagervigrasi. Þeir mega taka það til sín. Upp á heilsu leikmanna og annað er þetta galið, á ekki að gerast. Mér finnst þetta ekki vera boðlegt."

Óskar, sem á magnaðan feril, var helst orðaður við Grindavík og Njarðvík. „Ákvörðunin var tiltölulega einföld eftir að ég var búin að hitta Grindvíkinga. Ég hef verið hérna áður og þekki marga í kringum þetta. Það er stefnt hátt. Eftir þennan skítaleik er ég ekki alveg í skýjunum en við erum rétt að byrja undirbúninginn. Við verðum að nýta þennan leik og læra af honum."

Allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan en stefnan hjá Grindavík í sumar er að komast upp í Bestu deildina.
Athugasemdir
banner