Óskar Örn Hauksson er mættur aftur í gula búninginn, hann er mættur aftur í Grindavík.
Óskar, sem er einn besti leikmaður í sögu íslenska boltans, gekk aftur í raðir Grindavíkur eftir síðustu leiktíð eftir að hafa síðast spilað fyrir félagið árið 2006. Hann lék í dag sinn fyrsta keppnisleik með Grindavík eftir endurkomuna.
Óskar, sem er einn besti leikmaður í sögu íslenska boltans, gekk aftur í raðir Grindavíkur eftir síðustu leiktíð eftir að hafa síðast spilað fyrir félagið árið 2006. Hann lék í dag sinn fyrsta keppnisleik með Grindavík eftir endurkomuna.
„Það er mjög gaman," sagði Óskar er hann var spurður að því hvernig væri að vera kominn aftur í Grindavík. „Skrítið að segja það eftir svona skítaleik en að öðru leyti hefur þetta bara verið gaman."
Grindavík tapaði 4-0 gegn HK í fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum í dag. Leikið var inn í Kórnum en Óskar var ekki sáttur með aðstæður.
„Þessi völlur er ekki boðlegur. Ég er virkilega ósáttur við að spila á þurru skítagervigrasi. Þeir mega taka það til sín. Upp á heilsu leikmanna og annað er þetta galið, á ekki að gerast. Mér finnst þetta ekki vera boðlegt."
Óskar, sem á magnaðan feril, var helst orðaður við Grindavík og Njarðvík. „Ákvörðunin var tiltölulega einföld eftir að ég var búin að hitta Grindvíkinga. Ég hef verið hérna áður og þekki marga í kringum þetta. Það er stefnt hátt. Eftir þennan skítaleik er ég ekki alveg í skýjunum en við erum rétt að byrja undirbúninginn. Við verðum að nýta þennan leik og læra af honum."
Allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan en stefnan hjá Grindavík í sumar er að komast upp í Bestu deildina.
Athugasemdir