Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
   sun 11. febrúar 2024 23:15
Brynjar Ingi Erluson
Rodrygo myndi glaður vilja fá Mbappe til Real Madrid
Mynd: EPA
Brasilíski vængmaðurinn Rodrygo er meira en til í að fá Kylian Mbappe frá Paris Saint-Germain til Real Madrid í sumar.

Mbappe, sem er 25 ára gamall, verður samningslaus í sumar, en hann hefur ekki enn opinberað ákvörðun um framtíð sína.

Spænskir og franskir miðlar eru sannfærðir um að hann hafi þegar tekið ákvörðun um að fara til Real Madrid.

Vikulega er Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, spurður út í Mbappe, en lítið vilja segja um mögulega komu hans. Rodrygo er hins vegar aðeins opnari.

„Ég myndi elska það að fá Mbappe hingað. Ég vil alltaf spila með bestu leikmönnunum og hann er einn sá besti í heimi. Ég get ekki sagt mikið um hann þar sem hann er leikmaður PSG og því sýni ég honum virðingu,“ sagði Rodrygo.

Athugasemdir
banner
banner
banner