Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 11. mars 2024 11:41
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Keflavík upp í efsta sætið í ótímabæru Lengjuspánni
Lengjudeildin
Keflavík er komið efst.
Keflavík er komið efst.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rasmus Christiansen er farinn frá Aftureldingu.
Rasmus Christiansen er farinn frá Aftureldingu.
Mynd: Raggi Óla
Síðasta laugardag, mánuði eftir að ótímabæra Lengjudeildarspáin var opinberuð, mætti Baldvin Már Borgarsson í útvarpsþáttinn Fótbolti.net, og endurskoðaði röðunina. Þar var talsvert um breytingar.

Stærstu fréttirnar eru þær að Keflavík hefur færst upp í efsta sætið en Afturelding, sem var á toppnum, fer niður í þriðja sætið.

„Keflvíkingarnir hafa litið vel út. Þeir enda í fjórða sæti í þessum riðli í Lengjubikarnum en þeir tapa bara fyrir Breiðabliki. Þeir vinna FH mjög sannfærandi. Keflavík er á mjög fínni vegferð,“ segir Baldvin.

Hann segir leikmannahóp Aftureldingar hafa veikst frá því í fyrra.

„Þeir eru að fá á sig allt of mikið af mörkum og ég held að liðið sé veikara en í fyrra. Ég hreinlega vanmat hversu veikara liðið er síðast þegar við töluðum saman síðast."

Ótímabæra Lengjudeildarspáin
1. Keflavík +1
2. Leiknir +1
3. Afturelding -2
4. Þór
5. Grindavík +2
6. Fjölnir -1
7. ÍBV -1
8. Þróttur
9. ÍR +2
10. Njarðvík -1
11. Grótta -1
12. Dalvík/Reynir
Útvarpsþátturinn - Dóri Árna og enduskoðuð Lengjuspá
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner