Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   mið 02. apríl 2025 12:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi fékk yfirburðarkosningu frá leikmönnum
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Patrick Pedersen.
Patrick Pedersen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna er í gangi kynningarfundur Bestu deildarinnar en í byrjun fundarins var farið yfir svör leikmanna við nokkrum áhugaverðum spurningum.

Leikmenn eru sammála um það að Gylfi Þór Sigurðsson sé besti leikmaður deildarinnar og að Patrick Pedersen úr Val verði markahæsti leikmaður deildarinnar. Guðmundur Benediktsson, sem stýrir fundinum, sagði að þeir hefðu verið kosnir með yfirburðum.

Hér fyrir neðan má sjá svör leikmanna við öðrum spurningum.

Hvaða leikmaður verður bestur í Bestu deildinni 2025?
Gylfi Þór Sigurðsson - Víkingur R.

Hvaða leikmaður verður markahæsti maður mótsins?
Patrick Pedersen - Valur

Erfiðasti andstæðingurinn í deildinni?
Gylfi Þór Sigurðsson - Valur

Hvaða völl er skemmtilegast að heimsækja?
1. Kaplakrikavöllur
2. Kópavogsvöllur

Hvaða völl er erfiðast að heimsækja?
1. Víkingsvöllur
2. Kópavogsvöllur

Hvaða lið mun koma mest á óvart?
Afturelding

Viltu fá VAR í Bestu deildina?
70% segja já
30% segja nei

Hver er besti leikmaður í sögu efstu deildar?
Óskar Örn Hauksson
Athugasemdir
banner
banner