Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mið 11. maí 2022 21:15
Ívan Guðjón Baldursson
England: De Bruyne skoraði fjögur - Everton sótti stig
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Kevin De Bruyne var með sýningu þegar Manchester City heimsótti Wolves í síðasta leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.


Belginn lék á alls oddi og kom gestunum frá Manchester yfir á sjöundu mínútu en Úlfarnir voru snöggir að jafna með marki frá Leander Dendoncker eftir skyndisókn.

Það gerði lítið annað en að kveikja í De Bruyne sem skoraði annað og var svo búinn að fullkomna þrennuna á 24. mínútu. Ekki nálægt því að vera sneggsta þrenna í sögu úrvalsdeildarinnar en þó ansi snögg.

Í síðari hálfleik hélt veislan áfram og skoraði De Bruyne sitt fjórða mark. Undir lokin kom fimmta mark City en þá gaf De Bruyne vini sínum Raheem Sterling leyfi til að setja boltann í markið.

Lokatölur 1-5 eftir svakalega fótboltasýningu hjá Kevin De Bruyne og Manchester City sem eru komnir með aðra hönd á Englandsmeistaratitilinn. Þeir eru með þriggja stiga forystu og talsvert betri markatölu heldur en Liverpool eftir stórsigra í síðustu umferðum.

Wolves 1 - 5 Man City
0-1 Kevin De Bruyne ('7)
1-1 Leander Dendoncker ('11)
1-2 Kevin De Bruyne ('16)
1-3 Kevin De Bruyne ('24)
1-4 Kevin De Bruyne ('60)
1-5 Raheem Sterling ('86)

Fyrr um kvöldið náði Everton í stig í fallbaráttunni. Lærisveinar Frank Lampard, sem hafa verið á þokkalegu skriði, heimsóttu fallið lið Watford.

Vilji Everton manna var augljós og voru þeir mun betri í leiknum en tókst ekki að koma boltanum í netið.

Ben Foster átti stórleik á milli stanganna og voru gestirnir óheppnir að skora ekki en lokatölur urðu 0-0. 

Everton er í góðri stöðu í fallbaráttunni, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti og með leik til góða.

Á sama tíma átti Leicester heimaleik gegn botnliði Norwich og var staðan markalaus eftir gríðarlega opinn og fjörugan fyrri hálfleik.

Lærisveinar Brendan Rodgers lokuðu þessu í seinni hálfleik með tveimur mörkum frá Jamie Vardy og einu frá James Maddison. Harvey Barnes lagði bæði mörk Vardy upp.

Watford 0 - 0 Everton

Leicester 3 - 0 Norwich
1-0 Jamie Vardy ('54)
2-0 Jamie Vardy ('62)
3-0 James Maddison ('70)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner