Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fim 11. maí 2023 21:13
Hafliði Breiðfjörð
Lengjudeildin: Ótrúlegt jafntefli Þróttar og Fjölnis í Egilshöll - Njarðvík kom líka til baka
Lengjudeildin
Hinrik Harðarson skoraði frá miðjuhringnum.
Hinrik Harðarson skoraði frá miðjuhringnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marc McAusland sá rautt í lok fyrri hálfleiks.
Marc McAusland sá rautt í lok fyrri hálfleiks.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld þar sem Þróttur náði ótrúlegu jafntefli við Fjölni á sama tíma og Njarðvík og Ægir gerðu líka jafntefli.


Fjölnir 3 - 3 Þróttur R.
1-0 Máni Austmann Hilmarsson ('1 )
1-1 Kostiantyn Iaroshenko ('21 )
2-1 Júlíus Mar Júlíusson ('67 )
3-1 Hákon Ingi Jónsson ('70 )
3-2 Hinrik Harðarson ('89 )
3-3 Ágúst Karel Magnússon ('94 )

Lestu um leikinn

Fjölnir náði forystunni gegn Þrótti eftir aðeins 50 sekúndna leik með marki Mána Austmanns Hilmarsonar sem var virkilega vel klárað. Þó leikurinn hafi farið fram í algjöru logni inni í Egilshöll náðu Þróttarar að jafna með marki Kostiantyn Iaroshenko beint úr hornspyrnu upp í samskeytin fjær þegar 20 mínútur voru liðnar.

Fjölnir kom sér svo í góða stöðu með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla um miðjan síðari hálfleikinn, fyrst skoraði Júlíus Már Júlíusson af stuttu færi og svo Hákon Ingi Jónsson með skoti úr D-boganum í varnarmann og í netið, 3 - 1. Endurkoma Þróttar hófst svo með svakalegu marki Hinriks Harðarsonar á 89. mínútu sem hann skoraði nánast frá miðju eftir skógarferð Sigurjóns Daða Harðarsonar markmanns Fjölnis. Ágúst Karel Magnússon skoraði svo jöfnunarmark fyrir Þrótt nokkrum sekúndum áður en flautað var til leiksloka og lokastaðan 3 - 3.

Njarðvík 2 - 2 Ægir
0-1 Ivo Alexandre Pereira Braz ('3 )
1-1 Rafael Alexandre Romao Victor ('30 )
1-2 Anton Fannar Kjartansson ('43 )
2-2 Oumar Diouck ('56 )
Rautt spjald: Marc Mcausland, Njarðvík ('45)

Lestu um leikinn

Í Reykjanesbæ tók Njarðvík á móti Ægi og það voru gestirnir sem settu fyrsta tóninn því á 3. mínútu skoraði Ivo Pereira af stuttu færi. Rafael Victor jafnaði metin eftir hálftíma leik og staðan því orðin 1 - 1.

Á markamínútunni frægu, 43. mínútu komst Ægir aftur yfir og nú var það Anton Fannar Kjartansson sem skoraði. Ef staðan var ekki nógu slæm fyrir heimamenn þá fékk miðvörðurinn reyndi Marc McAusland að líta rauða spjaldið í lok hálfleiksins fyrir brot sem aftasti maður.

Þrátt fyrir það náðu heimamenn að jafna metin eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik, Oumar Diouck skoraði þá með góðu skoti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner