Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 11. maí 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland í dag - Mikil spenna á botninum
Köln gæti fallið í dag
Köln gæti fallið í dag
Mynd: EPA
Næst síðasta umferð þýsku deildarinnar fer fram þessa helgina en alls eru fimm leikir á dagskrá í dag.

Það er allt meira og minna klappað og klárt fyrir næstu leiktíð. Bayer Leverkusen er meistari og þá er ljóst hvaða fimm lið fara í Meistaradeildina.

Það sem er óráðið er hvaða tvö lið falla með Darmstadt og hvaða lið fara í Evrópu- og Sambandsdeild.

Eintracht Frankfurt getur tryggt Evrópudeildarsætið er það heimsækir Borussia Mönchengladbach og þá getur Freiburg farið langleiðina með að tryggja Sambandsdeildarsætið.

Köln mætir Union Berlín í ótrúlega mikilvægum leik. Köln er í næst neðsta sæti með 24 stig, sex stigum frá Union Berlín sem er rétt fyrir ofan fallsæti. Köln mun falla ef það vinnur ekki leikinn.

Mainz fær Borussia Dortmund í heimsókn. Mainz er sem stendur í umspilssæti. Ef liðið tapar fyrir Dortmund og Union Berlín vinnur Köln þá fer liðið í umspil.

Leikir dagsins:
13:30 RB Leipzig - Werder
13:30 Freiburg - Heidenheim
13:30 Gladbach - Eintracht Frankfurt
13:30 Köln - Union Berlin
16:30 Mainz - Dortmund
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 34 28 6 0 89 24 +65 90
2 Stuttgart 34 23 4 7 78 39 +39 73
3 Bayern 34 23 3 8 94 45 +49 72
4 RB Leipzig 34 19 8 7 77 39 +38 65
5 Dortmund 34 18 9 7 68 43 +25 63
6 Eintracht Frankfurt 34 11 14 9 51 50 +1 47
7 Hoffenheim 34 13 7 14 66 66 0 46
8 Heidenheim 34 10 12 12 50 55 -5 42
9 Werder 34 11 9 14 48 54 -6 42
10 Freiburg 34 11 9 14 45 58 -13 42
11 Augsburg 34 10 9 15 50 60 -10 39
12 Wolfsburg 34 10 7 17 41 56 -15 37
13 Mainz 34 7 14 13 39 51 -12 35
14 Gladbach 34 7 13 14 56 67 -11 34
15 Union Berlin 34 9 6 19 33 58 -25 33
16 Bochum 34 7 12 15 42 74 -32 33
17 Köln 34 5 12 17 28 60 -32 27
18 Darmstadt 34 3 8 23 30 86 -56 17
Athugasemdir
banner
banner