Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. júní 2019 13:30
Arnar Daði Arnarsson
Guðjón Þórðarson og félagar fara til Norður-Írlands
Guðjón Þórðarson og Jens Martin Knudsen.
Guðjón Þórðarson og Jens Martin Knudsen.
Mynd: NSÍ
Guðjón Þórðarson og hans lið í NSÍ mæta Ballymena United í forkeppni Evrópudeildar UEFA en dregið var í forkeppnina í morgun.

Ballymena endaði í 2. sæti norður-írsku deildarinnar á síðasta tímabili, á eftir Linfield.

Guðjón Þórðarson tók við NSÍ fyrir tímabilið en liðið endaði í 2. sæti deildarinnar í fyrra með 55 stig, 18 stigum á eftir Heimi Guðjónssyni og félögum í HB.

NSÍ situr í öðru sæti í fær­eysku deild­innar um þessar mundir stigi á eft­ir KÍ en NSÍ hefur unnið síðustu sjö leiki sína í deildinni í röð.

Íslensku félögin, Breiðablik, KR og Stjarn­an eru full­trú­ar Íslands í Evrópudeildinni en þau koma inn í 1. umferðina. Dregið verður í 1. umferðina eftir viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner